Hvenær má fjarlægja rampinn? Valborg Sturludóttir skrifar 8. september 2021 13:31 Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun