Þakkar lífsgæðum landsbyggðarinnar í túnfæti Reykjavíkur fyrir mikinn vöxt Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2021 22:17 Hveragerði vex og vex. Visir/Vilhelm Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um hátt í fimmtung á þremur árum og tvö hundruð íbúðir eru nú í byggingu til að mæta þeirri fjölgun. Bæjarstjórinn reiknar með að bæjarbúar verði orðnir fimm þúsund eftir tíu ár, en þeir voru 2.777 um áramótin síðustu. Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“ Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“
Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira