Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Þeir Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson eru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. Felix Bergsson er leikari, söngvari, útvarpsmaður, Eurovision spekingur, ásamt því að hafa á sínum tíma talað inn á allar vinsælustu Disney myndir allra tíma. Hans betri helmingur, Baldur Þórhallsson, er stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, ásamt því að reka ferðaþjónustufyrirtækið Hellarnir við Hellu á Suðurlandi. Þeir Felix og Baldur voru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þeir frá því þegar þeir hittust fyrst á bókasafni Samtakanna '78 örlagaríkan dag í janúar árið 1996. „Við sátum á bókasafninu. Það var nú ekki stórt, þetta var bara kytra. Minna en þetta herbergi og lágt til lofts en við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að tala við hvorn annan,“ lýsir Baldur þeirra fyrstu kynnum. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ „Svo heyri ég mánuði síðar að Felix sagði að hann væri að fara upp á 22 sem var þá skemmtistaður samkynhneigðra. Ég var nýkominn út úr skápnum og hafði aldrei fyrir mitt litla líf þorað inn á þennan stað, aldrei. Samt var ég orðinn tuttugu og átta ára.“ Þrátt fyrir feimni vissi Baldur hvað hann vildi og ákvað að láta þetta tækifæri ekki renna úr greipum sér. Hann fór heim og skipti um föt, gekk inn á skemmtistaðinn, fann Felix og sagði hæ. Síðan var ekki aftur snúið. „Ég gleymi ekki þessum morgni eftir, því að ég horfði á símanúmerið hans með svona fimm mínútna millibili og „hugsaði hvenær er liðið nógu langt til þess að ég megi hringja“. Svo hringdi ég í hádeginu og svo hittumst við þetta kvöld,“ segir Felix. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja,“ segir Baldur þá. Þeir segjast báðir hafa áttað sig á því þetta örlagaríkakvöld á 22 að þetta væri hin eina sanna ást. Þeir deildu sameiginlegri reynslu, persónuleikar þeirra smullu saman og þeir fundu að þetta var rétt. „Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn“ Báðir áttu þeir börn úr fyrra sambandi, þau Álfrúnu Perlu og Guðmund, og segja þeir það hafa gengið vel að sameina fjölskyldurnar. „Við komum af fjöllum þegar við heyrum af systkinum sem slást og rífast. Það var aldrei neinn slíkur pirringur þarna á milli,“ segir Felix. Hann segir það frekar hafa verið ytra umhverfið sem hafi verið að skipta sér að og reynt að skapa þrýsting. „Fólk fór að skipta sér að því hvað þau kölluðu okkur. Mátti Álfrún Perla kalla mig pabba eða mátti Guðmundur kalla Baldur pabba? Fólk fór einhvern veginn að skilgreina þetta fyrir börnunum á meðan við sögðum alltaf að börnin verða sjálf að fá að ákveða hvað þau vilja kalla okkur. Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn.“ Felix segir fallega sögu af því þegar vinkona Álfrúnar Perlu sagði móður sinni að hún hafi verið að leika heima hjá Álfrúnu Perlu og Felix pabbi hennar hafi verið þar. Þá hafi móðir stúlkunnar sagt „Nei Felix er ekki pabbi Álfrúnar Perlu, Baldur er pabbi Álfrúnar Perlu“. Þá hafi stúlkan svarað „Nei mamma Álfrún Perla á tvo pabba.“ Lausir við kynbundna verkaskiptingu Felix og Baldur virka sérstaklega vel saman og að innan heimilisins ganga þeir báðir jafnt í öll verk. Þeir segjast gjarnan fá spurninguna hvor sé karlinn og hvor sé konan í sambandinu. Þeir segjast ekkert tengja við slíkan hugsunarhátt. „Við erum alveg lausir við allt þetta karl- og kvenna og þetta að karlinn verður að gera jafn mikið og konan. Við höfum bara einhvern veginn þurft að finna bara sjálfir út úr þessu,“ Baldur. „Það sem er kannski svolítið frelsandi við að vera í samkynhneigðu sambandi er að það er ekki þessi krafa að búa til einhverja verkaskiptingu eða kynjaskiptingu.“ Í þættinum segja þeir einnig frá háskaför á Baulu, ferðalögum sínum erlendis og crossfit áhuganum. Þá ræða þeir einnig afahlutverkið, Eurovision og Disney talsetningar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Felix og Baldur í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Felix Bergsson er leikari, söngvari, útvarpsmaður, Eurovision spekingur, ásamt því að hafa á sínum tíma talað inn á allar vinsælustu Disney myndir allra tíma. Hans betri helmingur, Baldur Þórhallsson, er stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, ásamt því að reka ferðaþjónustufyrirtækið Hellarnir við Hellu á Suðurlandi. Þeir Felix og Baldur voru gestir í tuttugasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þeir frá því þegar þeir hittust fyrst á bókasafni Samtakanna '78 örlagaríkan dag í janúar árið 1996. „Við sátum á bókasafninu. Það var nú ekki stórt, þetta var bara kytra. Minna en þetta herbergi og lágt til lofts en við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að tala við hvorn annan,“ lýsir Baldur þeirra fyrstu kynnum. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ „Svo heyri ég mánuði síðar að Felix sagði að hann væri að fara upp á 22 sem var þá skemmtistaður samkynhneigðra. Ég var nýkominn út úr skápnum og hafði aldrei fyrir mitt litla líf þorað inn á þennan stað, aldrei. Samt var ég orðinn tuttugu og átta ára.“ Þrátt fyrir feimni vissi Baldur hvað hann vildi og ákvað að láta þetta tækifæri ekki renna úr greipum sér. Hann fór heim og skipti um föt, gekk inn á skemmtistaðinn, fann Felix og sagði hæ. Síðan var ekki aftur snúið. „Ég gleymi ekki þessum morgni eftir, því að ég horfði á símanúmerið hans með svona fimm mínútna millibili og „hugsaði hvenær er liðið nógu langt til þess að ég megi hringja“. Svo hringdi ég í hádeginu og svo hittumst við þetta kvöld,“ segir Felix. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja,“ segir Baldur þá. Þeir segjast báðir hafa áttað sig á því þetta örlagaríkakvöld á 22 að þetta væri hin eina sanna ást. Þeir deildu sameiginlegri reynslu, persónuleikar þeirra smullu saman og þeir fundu að þetta var rétt. „Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn“ Báðir áttu þeir börn úr fyrra sambandi, þau Álfrúnu Perlu og Guðmund, og segja þeir það hafa gengið vel að sameina fjölskyldurnar. „Við komum af fjöllum þegar við heyrum af systkinum sem slást og rífast. Það var aldrei neinn slíkur pirringur þarna á milli,“ segir Felix. Hann segir það frekar hafa verið ytra umhverfið sem hafi verið að skipta sér að og reynt að skapa þrýsting. „Fólk fór að skipta sér að því hvað þau kölluðu okkur. Mátti Álfrún Perla kalla mig pabba eða mátti Guðmundur kalla Baldur pabba? Fólk fór einhvern veginn að skilgreina þetta fyrir börnunum á meðan við sögðum alltaf að börnin verða sjálf að fá að ákveða hvað þau vilja kalla okkur. Þau vita alveg hvor er pabbinn og hvor er stjúppabbinn.“ Felix segir fallega sögu af því þegar vinkona Álfrúnar Perlu sagði móður sinni að hún hafi verið að leika heima hjá Álfrúnu Perlu og Felix pabbi hennar hafi verið þar. Þá hafi móðir stúlkunnar sagt „Nei Felix er ekki pabbi Álfrúnar Perlu, Baldur er pabbi Álfrúnar Perlu“. Þá hafi stúlkan svarað „Nei mamma Álfrún Perla á tvo pabba.“ Lausir við kynbundna verkaskiptingu Felix og Baldur virka sérstaklega vel saman og að innan heimilisins ganga þeir báðir jafnt í öll verk. Þeir segjast gjarnan fá spurninguna hvor sé karlinn og hvor sé konan í sambandinu. Þeir segjast ekkert tengja við slíkan hugsunarhátt. „Við erum alveg lausir við allt þetta karl- og kvenna og þetta að karlinn verður að gera jafn mikið og konan. Við höfum bara einhvern veginn þurft að finna bara sjálfir út úr þessu,“ Baldur. „Það sem er kannski svolítið frelsandi við að vera í samkynhneigðu sambandi er að það er ekki þessi krafa að búa til einhverja verkaskiptingu eða kynjaskiptingu.“ Í þættinum segja þeir einnig frá háskaför á Baulu, ferðalögum sínum erlendis og crossfit áhuganum. Þá ræða þeir einnig afahlutverkið, Eurovision og Disney talsetningar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Felix og Baldur í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira