Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. september 2021 15:46 Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku. Einar Árnason Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40