Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 16:35 Þórhildi Sunnu þykir það skjóta skökku við, í ljósi verka Katrínar, að henni sé hampað sem hetju í baráttu gegn kynferðisofbeldi. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“ KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“
KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26