Fann ég á fjalli... Pétur Óskarsson skrifar 31. ágúst 2021 18:31 Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Sjá meira
Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun