Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:31 Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun