Sveik út vörur og þjónustu í gegnum reikninga Eimskips og Brims Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 07:57 Konan sveik út vörur og þjónustu í verslunum Krónunnar fyrir um 360 þúsund krónum. Myndin er úr safni. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa í nokkrum tilfellum svikið út vörur og þjónustu í verslunum og hjá einni bílaleigu með því að nýta sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip og Brim til úttektar í eigin þágu. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir að hafa í fjögur skipti verið tekin fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í ákæru er rakið hvernig konan hafi í apríl og maí á síðasta ári í sjö tilvikum svikið úr vörur og þjónustu í nokkrum verslunum Krónununnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir samtals um 360 þúsund krónur. Hafi hún þá nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning Eimskips og þannig svikið út vörurnar. Í ákæru segir einnig frá því að konan hafi í lok apríl 2020 svikið út afnot af bílaleigubíl hjá bílaleigunni Höldi á Akureyri þar sem hún nýtti sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Brim hf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði leigunnar á eiganda. Konan játaði brot sín skýlaust. Í dómnum segir að sakaferill konunnar nái aftur til ársins 1993 og hafi hún áður hlotið þrettán refsidóma eftir að hún varð átján ára, flesta vegna skjalafals og fjársvika en einnig vegna annarra brota gegn hegningarlögum, auk brota gegn fíkniefna- og umferðarlögum. Dómari þótti hæfileg refsing í málinu vera tíu mánuðir, og var það metið til refsilækkunar játning konunnar og að hún hafi lagt fram vottorð þess efnis að hún hafi lokið áfengis-og vímuefnameðferð. Dómsmál Verslun Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Konan var sömuleiðis dæmd fyrir að hafa í fjögur skipti verið tekin fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í ákæru er rakið hvernig konan hafi í apríl og maí á síðasta ári í sjö tilvikum svikið úr vörur og þjónustu í nokkrum verslunum Krónununnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir samtals um 360 þúsund krónur. Hafi hún þá nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning Eimskips og þannig svikið út vörurnar. Í ákæru segir einnig frá því að konan hafi í lok apríl 2020 svikið út afnot af bílaleigubíl hjá bílaleigunni Höldi á Akureyri þar sem hún nýtti sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Brim hf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði leigunnar á eiganda. Konan játaði brot sín skýlaust. Í dómnum segir að sakaferill konunnar nái aftur til ársins 1993 og hafi hún áður hlotið þrettán refsidóma eftir að hún varð átján ára, flesta vegna skjalafals og fjársvika en einnig vegna annarra brota gegn hegningarlögum, auk brota gegn fíkniefna- og umferðarlögum. Dómari þótti hæfileg refsing í málinu vera tíu mánuðir, og var það metið til refsilækkunar játning konunnar og að hún hafi lagt fram vottorð þess efnis að hún hafi lokið áfengis-og vímuefnameðferð.
Dómsmál Verslun Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira