Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2021 08:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar þau kynntu áform stjórnvalda um að stöðva losun frá framræstu votlendi í júlí árið 2019. Þá var stefnt að því að binda eða koma í veg fyrir losun á um 2,1 milljón tonnum af koltvísýringi fyrir árið 2050. Vísir/Vilhelm Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. Ísland hefur verið í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um að draga úr losun gagnvart Parísarsamkomulaginu til að berjast gegn loftslagsbreytingum undanfarin ár. Sameiginlega hefur markmiðið verið að draga úr losun um 40% miðað við losun ársins 1990 en hlutdeild Íslands er nú 29% samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Evrópusambandið ákvað að auka metnaðinn í losunarmarkmiði sínu í samræmi við kröfur Parísarsamkomulagsins í fyrra. Nú er stefnt á 55% samdrátt í losun fyrir lok þessa áratugar. Það er fyrsti áfanginn í metnaðarfyllra markmiði um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er undirbúningur fyrir viðræður við sambandið um ákvörðun hlutdeildar Íslands í nýja og strangara markmiðinu þegar hafinn. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að vinna við samtalið um hlutdeildina hefjist markvisst nú í september. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði.Vísir/EPA Ekki samningaviðræður og því ekkert samningsmarkmið Ráðuneytið segir ekki um eiginlegar samningaviðræður að ræða þar sem markmið Íslands og annarra ríkja sé ákvarðað samkvæmt fyrir fram ákveðinni aðferðafræði. „Samtal Íslands við ESB felst fyrst og fremst í að tryggja að allar upplýsingar sem notaðar eru við útreikningana við ákvörðun varðandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði byggi á réttum gögnum,“ segir í svarinu. Því hafi íslensk stjórnvöld ekki ákveðið samningarmarkmið um hver hlutdeild Íslands á að vera heldur ætli þau að tryggja að upplýsingar sem settar verða fram til að reikna út hlutfall Íslands í sameiginlegu markmiði séu réttar og að aðferðafræðin við útreikningana verði samkvæmt þeim reglum sem settar eru fram. Ekki liggur fyrir hversu mikið losunarmarkmið Íslands hækkar né hvenær endanleg útfærsla evrópska regluverksins liggur fyrir. Tillögur um það liggja nú fyrir hjá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í grein sem hún skrifaði í desember að hlutdeild Íslands í samevrópska losunarmarkmiðinu gæti verið á bilinu 40-45%. Losun frá stóriðju er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda heldur fellur hún undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þar er markmiðið að draga úr losun um 61% fyrir lok þessa áratugar. Þá verður sett sérstakt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar og skógræktar. Ekki bara hægt að moka ofan í skurði Mikil áhersla hefur verið lögð á endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð á Íslandi undanfarin ár enda er losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum talin allt að tveir þriðju af heildarlosun Íslendinga. Fram að þessu hefur Ísland líkt og flest önnur ríki sem taka þátt í ESB-markmiðinu kosið að láta losun og bindingu vegna landnotkunar og skógræktar (LULUCF) ekki falla undir skuldbindingar um samdrátt í losun fram til 2025. Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni sem heldur utan um LULUCF-bókhald Íslands, segir ástæðuna meðal annars þá að traustari gögn hefur skort um umfang losunar frá landi. Ríkin hafi því ákveðið að taka sér frest til að geta lagt fram raunhæfar tölur. Byrjað verður að telja LULUCF-hlutann til skuldbindinga ríkja árið 2026. Þá verður ríkjum sett ákveðið markmið í LULUCF-hlutanum sambærilegt við hvernig ríki hafa fengið markmið um að skera niður losun sem þau bera beint ábyrgð á, það er að segja í vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi og fleiru. Þrátt fyrir að losun kolefnis frá framræstu votlendi sé svo stór hluti af heildarlosun Íslands geta íslensk stjórnvöld ekki staðið við skuldbindingar sínar með því einu að láta moka ofan í skurði. Markmiðið í LULUCF-hlutanum er sjálfstætt og það væri ekki fyrr en binding yrði meiri en losun frá landi sem hægt yrði að nota árangur í endurheimt votlendis til að vega upp á móti losun í öðrum flokkum. Þar á Ísland enn langt í land. „Við náum auðveldlega að uppfylla skuldbindingar innan LULUCF en það er ekki þar með sagt að við getum notað votlendi til að ná heildarmarkmiðinu,“ segir Jóhann frá Landgræðslunni við Vísi. Framkvæmdir við endurheimt votlendis í Krísuvíkur- og Bleiksmýri. Framræst votlendi losar mikið magn koltvísýrings sem hægt er að stöðva með því að fylla upp í framræsluskurði.Vísir/Aðsend Nýjar útfærslur liggja ekki fyrir Evrópusambandið vinnur nú að margháttuðum breytingum á umhverfisreglugerðum til að tryggja að þær styðji markmið þess um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Á meðal þess sem á að endurskoða eru reglur um hvernig losun og binding vegna landnotkunar er talin fram. Umhverfisráðuneytið segir að líkt og fyrir önnur málefnasvið sé aðeins komin tillaga að útfærslu regluverksins vegna landnotkunar og skógræktar. Því sé ekki hægt að segja til með vissu hvernig útfærslan verði. Miðað við núverandi tillögur að útfærslu regluverks ESB um hert markmið verði aukin krafa um bindingu og samdrátt í losun vegna landnotkunar en einnig ákvæði um gæði gagna og samdræmda aðferðafræði við mat á bindingu og losun frá landi til að tryggja samanburðarhæfni milli landa. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, veldur nú hnattrænni hlýnun á jörðinni sem nemur þegar um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út í síðasta mánuði var varað við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun færi hlýnun jarðar líklega fram úr metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug. Hlýnunni fylgja auknar veðuröfgar, þar á meðal skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og flóð auk hækkandi sjávarstöðu vegna bráðnandi jökla og hlýnunar hafsins. Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ísland hefur verið í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um að draga úr losun gagnvart Parísarsamkomulaginu til að berjast gegn loftslagsbreytingum undanfarin ár. Sameiginlega hefur markmiðið verið að draga úr losun um 40% miðað við losun ársins 1990 en hlutdeild Íslands er nú 29% samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Evrópusambandið ákvað að auka metnaðinn í losunarmarkmiði sínu í samræmi við kröfur Parísarsamkomulagsins í fyrra. Nú er stefnt á 55% samdrátt í losun fyrir lok þessa áratugar. Það er fyrsti áfanginn í metnaðarfyllra markmiði um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er undirbúningur fyrir viðræður við sambandið um ákvörðun hlutdeildar Íslands í nýja og strangara markmiðinu þegar hafinn. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að vinna við samtalið um hlutdeildina hefjist markvisst nú í september. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði.Vísir/EPA Ekki samningaviðræður og því ekkert samningsmarkmið Ráðuneytið segir ekki um eiginlegar samningaviðræður að ræða þar sem markmið Íslands og annarra ríkja sé ákvarðað samkvæmt fyrir fram ákveðinni aðferðafræði. „Samtal Íslands við ESB felst fyrst og fremst í að tryggja að allar upplýsingar sem notaðar eru við útreikningana við ákvörðun varðandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði byggi á réttum gögnum,“ segir í svarinu. Því hafi íslensk stjórnvöld ekki ákveðið samningarmarkmið um hver hlutdeild Íslands á að vera heldur ætli þau að tryggja að upplýsingar sem settar verða fram til að reikna út hlutfall Íslands í sameiginlegu markmiði séu réttar og að aðferðafræðin við útreikningana verði samkvæmt þeim reglum sem settar eru fram. Ekki liggur fyrir hversu mikið losunarmarkmið Íslands hækkar né hvenær endanleg útfærsla evrópska regluverksins liggur fyrir. Tillögur um það liggja nú fyrir hjá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í grein sem hún skrifaði í desember að hlutdeild Íslands í samevrópska losunarmarkmiðinu gæti verið á bilinu 40-45%. Losun frá stóriðju er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda heldur fellur hún undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þar er markmiðið að draga úr losun um 61% fyrir lok þessa áratugar. Þá verður sett sérstakt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar og skógræktar. Ekki bara hægt að moka ofan í skurði Mikil áhersla hefur verið lögð á endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð á Íslandi undanfarin ár enda er losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum talin allt að tveir þriðju af heildarlosun Íslendinga. Fram að þessu hefur Ísland líkt og flest önnur ríki sem taka þátt í ESB-markmiðinu kosið að láta losun og bindingu vegna landnotkunar og skógræktar (LULUCF) ekki falla undir skuldbindingar um samdrátt í losun fram til 2025. Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni sem heldur utan um LULUCF-bókhald Íslands, segir ástæðuna meðal annars þá að traustari gögn hefur skort um umfang losunar frá landi. Ríkin hafi því ákveðið að taka sér frest til að geta lagt fram raunhæfar tölur. Byrjað verður að telja LULUCF-hlutann til skuldbindinga ríkja árið 2026. Þá verður ríkjum sett ákveðið markmið í LULUCF-hlutanum sambærilegt við hvernig ríki hafa fengið markmið um að skera niður losun sem þau bera beint ábyrgð á, það er að segja í vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi og fleiru. Þrátt fyrir að losun kolefnis frá framræstu votlendi sé svo stór hluti af heildarlosun Íslands geta íslensk stjórnvöld ekki staðið við skuldbindingar sínar með því einu að láta moka ofan í skurði. Markmiðið í LULUCF-hlutanum er sjálfstætt og það væri ekki fyrr en binding yrði meiri en losun frá landi sem hægt yrði að nota árangur í endurheimt votlendis til að vega upp á móti losun í öðrum flokkum. Þar á Ísland enn langt í land. „Við náum auðveldlega að uppfylla skuldbindingar innan LULUCF en það er ekki þar með sagt að við getum notað votlendi til að ná heildarmarkmiðinu,“ segir Jóhann frá Landgræðslunni við Vísi. Framkvæmdir við endurheimt votlendis í Krísuvíkur- og Bleiksmýri. Framræst votlendi losar mikið magn koltvísýrings sem hægt er að stöðva með því að fylla upp í framræsluskurði.Vísir/Aðsend Nýjar útfærslur liggja ekki fyrir Evrópusambandið vinnur nú að margháttuðum breytingum á umhverfisreglugerðum til að tryggja að þær styðji markmið þess um að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Á meðal þess sem á að endurskoða eru reglur um hvernig losun og binding vegna landnotkunar er talin fram. Umhverfisráðuneytið segir að líkt og fyrir önnur málefnasvið sé aðeins komin tillaga að útfærslu regluverksins vegna landnotkunar og skógræktar. Því sé ekki hægt að segja til með vissu hvernig útfærslan verði. Miðað við núverandi tillögur að útfærslu regluverks ESB um hert markmið verði aukin krafa um bindingu og samdrátt í losun vegna landnotkunar en einnig ákvæði um gæði gagna og samdræmda aðferðafræði við mat á bindingu og losun frá landi til að tryggja samanburðarhæfni milli landa. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, veldur nú hnattrænni hlýnun á jörðinni sem nemur þegar um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út í síðasta mánuði var varað við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun færi hlýnun jarðar líklega fram úr metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug. Hlýnunni fylgja auknar veðuröfgar, þar á meðal skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og flóð auk hækkandi sjávarstöðu vegna bráðnandi jökla og hlýnunar hafsins.
Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01