Kanye vill verða Ye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 11:30 Kanye hér í hlustunarpartíi fyrir óútgefna plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum. Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum.
Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira