Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Blökastið kemur út alla þriðjudaga. Þáttur dagsins er sá fyrsti sem kemur út sem myndband og verður það endurtekið reglulega. Blökastið Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru. Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira