Setjum foreldrastarf á oddinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 08:00 Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun