Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2021 18:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson á líklega Íslandsmet í Covid-19 skimunum. Vísir/Vilhelm Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í. Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31
Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31