Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 17:32 Aldís Eva Friðriksdóttir hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar eftir myndir, til þess að forðast að láta öðrum líða illa. Á samfélagsmiðlum má finna milljónir mynda merktar #beforeandafter. Aðsend mynd „Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir. Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira