Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Kristján Oddsson er hættur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Vísir/Friðrik Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32