„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 12:24 Þórólfur segir að hann verði fljótur að bregðast við mögulegu neyðarkalli spítalans. Vísir/Vilhelm Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55