Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 08:05 Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti. vísir/vilhelm Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu. Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu.
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22