Barnið sem örorkubætur munu bjarga Alma Björk Ástþórssdóttir skrifar 27. júlí 2021 16:30 Á síðunni „Sagan okkar“ er átakanleg frásögn móður sem hefur þurft að berjast í mörg ár við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og félagsmálakerfið. Fyrir nokkru hafði þessi móðir samband við mig því drengurinn hennar dansar við landamæri Sumarlandsins og samfélagið horfir á. Á hinu barnvæna Íslandi, þessu frábæra norræna velferðarsamfélagi virðist ekki vera hægt að gera neitt til þess að koma honum til hjálpar. Hvers vegna grátum við þegar barnið er dottið í brunninn en vinnum ekki í því að byrgja hann? Drengurinn greindist snemma með ADHD en þrátt fyrir lyfjagjöf átti hann eins og svo mörg önnur börn erfitt. Lyfjagjöf er nefnilega engin töfralausn og þess vegna er einnig þörf á öðrum úrræðum. Þegar drengurinn var ekki að ná að fóta sig í skólanum viðraði móðir hans áhyggjur sínar við starfsfólk skólans. En samvinna heimilis og skóla var góð. Móðirin mætti oft með drengnum sínum í skólann þegar hún hafði tækifæri til. Iðulega átti hann það til að sitja við borðið sitt án þess að opna bók. En það var skoðun starfsfólksins að hann væri að gera sitt besta. Og á meðan drengurinn var til friðs þá var hann látinn vera. Í 7. bekk er drengurinn enn að glíma við námsefni yngsta stigs en þrátt fyrir það hafði starfsfólk skólans ekki sömu áhyggjur og foreldrarnir. Móðirin vildi koma honum inn í sérskóla en starfsfólkið sagði biðlistana of langa og því væri árangurslaust að sækja um. Ennþá sá enginn tilgang í því að fara fram á frekari greiningar eða aðrar athuganir á stöðu og þroska drengsins. Á þessum tíma fóru sjálfsvígshugsanir að gera vart við sig hjá drengnum. Hann var farinn að skoða leiðir til þess að enda líf sitt. Móðir hans setti sig strax í samband við BUGL og Barnavernd. Þeim var vísað frá BUGL þar sem vandinn þótti ekki nógu aðkallandi en Barnavernd steig inn í mál drengsins og kom honum í MST úrræði sem er fjölkerfameðferð á vegum barnaverndarstofu. Líðan drengsins skánaði þó ekki og hann fór sjálfur að leita lausna. Kannabis veitti ró og þar með var hann kominn í neyslu. Sjálfsvígshugsanir jukust. Móðirin setur sig aftur í samband við BUGL. Nú var vandinn kannski orðinn nógu stór en þar sem drengurinn var kominn í neyslu var honum vísað frá því BUGL aðstoðar ekki börn í neyslu. Kerfið brást með skelfilegum afleiðingum Í lengri tíma er fjölskyldan föst í djúpum dal þunglyndis og kvíða. Drengurinn byrjaði í 10 bekk en mætti einungis fyrstu dagana. Það hafði þó engar afleiðingar fyrir þessa fjölskyldu. Skólaskyldan er víst ekki tekin svo alvarlega þegar svona börn eiga í hlut hugsaði móðirin með sér. Ekki þegar úrræðaleysið er algjört í skólanum. Og þessi móðir hafði rétt fyrir sér. Þegar kemur að skólaskyldu er ekki alveg sama hvaða börn eiga í hlut því það eru þó nokkur dæmi um það að börn eru send heim í hádeginu þar sem skólinn hefur engin úrræði fyrir þau. Þar við situr og fræðsluskyldan er allt í einu ekki svo mikilvæg. En hjá þessari fjölskyldu líður tíminn og foreldrarnir óttast stöðugt um drenginn sinn. Þau fara að fá fréttir af honum í slæmum aðstæðum. Eitt skiptið sést til hans hangandi framan af brú fyrir ofan straumharða á. Í annað skiptið situr hann við klettabrún. Svo kemur hann grátandi heim. Hann grætur yfir því að vera svo mikill aumingi að hann geti ekki einu sinni endað líf sitt. Og hvað gerir móðirin? Hún gerir það eina sem hún getur gert. Hún situr og grætur með barninu sínu. Hún lofar að finna lausn og heldur áfram að reyna. Hún teygir sig eftir aðstoð. Aðstoð sem er ekki til. Hún hringir í sífellu í Barnavernd, BUGL, félagasamtök og aðrar stofnanir sem láta sig svona mál varða. Það voru margir sem vildu aðstoða en það var ekki hægt því það voru hreinlega engin úrræði til. Eitt skiptið sem hún leitar til BUGL þá neitar hún að fara nema að hún fái það uppáskrifað að ekki sé hægt að hjálpa barninu hennar. Ef honum tekst að enda líf sitt þá er hún með skriflega staðfestingu á því að BUGL hafi neitað barninu um aðstoð. Með þessum hætti kom hún honum inn í þriggja daga innlögn. Í kjölfarið er drengurinn skoðaður af lækni sem sér strax að eitthvað mikið er að. Hann er sendur í greiningar og niðurstöðurnar voru afgerandi. Hann hefði þurft inngrip mörgum árum fyrr. Fagfólki á BUGL var brugðið yfir því að hann hefði klárað alla sína skólagöngu án þess að vera sendur í frekari greiningar og athuganir. Hvernig getur svona gerst? Móðirin hafði ítrekað óskað eftir því að staða drengsins væri skoðuð nánar en talaði fyrir daufum eyrum kennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks bæjarfélagsins sem kom að málefnum drengsins. Þetta mál er þyngra en tárum taki og verður ekki réttlætt með nokkrum hætti. Skólakerfið brást þessu barni og nú situr móðirin einnig eftir með þá tilfinningu að hún hafi brugðist skelfilega. Í hennar huga hefði hún átt að berjast af meiri hörku. Þetta er algeng líðan foreldris í þessari stöðu enda eru þetta skilaboðin sem margir foreldrar fá frá samfélaginu. En hvað hefði þessi móðir getað gert þegar það er einungis starfsfólk skólakerfisins og fagfólk sem getur farið fram á ákveðnar athuganir og lausnir í skólakerfinu? Í hvaða stöðu eru þessir foreldrar settir þegar ekki er hlustað á þá? Þegar þarna er komið við sögu brotnar barnið gjörsamlega niður. Það var þá ekki svona heimskt allan þennan tíma! Það var raunverulega eitthvað að! Skólinn hafð hunsað þarfir barnsins og brugðist því með skelfilegum afleiðingum. Skólinn hafði sýnt ábyrgðarleysi og vanrækslu! Ef vandi drengsins hefði verið greindur strax þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum alla sína skólagöngu haldandi það að hann væri svo heimskur. Að það væri best ef hann myndi bara hverfa. Hann hefði kannski getað fengið þjónustu við hæfi. Í dag glímir drengurinn enn við sjálfsvígshugsanir. Hann þráir að deyja en þorir ekki að taka skrefið. Móður hans er sagt að vakta herbergishurðina. Það er eina úrræðið sem barnvæna Ísland býður upp á. BUGL getur ekki tekið hann í bráðainnlögn eða í frekari greiningar. „Mamma, það virkar bara ein leið og það er að ég drepi mig eins og **** gerði, þá stoppar allt“ segir hann einn daginn við móður sína. Þar vísar hann í kunningja sinn sem hafði nokkru áður tekið líf sitt 17 ára gamall. Hann sagði þetta án þess að gráta. Það var eins og tárin hefðu klárast því hann grætur ekki lengur. En þó tárin renni ekki þá sér móðirin angistina í barninu sínu. Drengurinn hennar sem átti sér svo stóra drauma sér ekki lengur framtíðina sína. Kerfið brást og móðirin kallar eftir réttlæti. „Minn drengur er ekki verðlaus arfi sem þarf að reita í burtu svo beðið sé fallegt!” Móðirin hefur áhyggjur af framtíð drengsins. Hún viðraði áhyggjur sínar við einn fagaðilann sem hefur komið að hans málum. Vel meinandi fagaðilinn sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Börn eins og hann detti strax inn á örorku. Er það lausnin sem við viljum bjóða upp á í barnvænu norrænu velferðarsamfélagi? Hún er að brenna út á tíma því drengurinn er að verða fullorðinn. Hún hefur stungið upp á ýmsum úrræðum við barnaverndarnefnd en fær engin ákveðin svör. Það er ekki tekin ákvörðun í málum drengsins. Á meðan er ástandið viðvarandi. Síðustu vikur hafði drengurinn stundað vinnu í Fjölsmiðjunni. Á vefsíðu Fjölsmiðjunnar segir að Fjölsmiðjan gegni mikilvægu hlutverki þegar þörf sé á félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Þar sé byggt á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna, vinnumálastofnun, framhaldsskólana, Ráðuneyti mennta- og menningarmála og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks. Drengurinn var ekki að finna sig í þessu starfi og hafði mætt eitthvað stopult í vinnuna sína. Fyrir nokkrum dögum var hann svo rekinn þegar hann mætti. Það var lausn Fjölsmiðjunnar sem á að vinna að því að byggja svona unglinga upp. Hann var rekinn fyrirvaralaust og án þess að haft væri samband við foreldra hans. Drengurinn sem glímir við stöðugar sjálfsvígshugsanir, sem kerfið hefur brugðist með skelfilegum afleiðingum, drengurinn sem passar hvergi inn og finnur sig ekki í þessari veröld, var rekinn úr vinnu sinni í Fjölsmiðjunni! Sem betur fer fór hann heim til móður sinnar. Hann hefur ekki enn fundið kjarkinn til þess að klára sinn tíma hér á meðal okkar. Sem betur fer... Vandinn fer ekki í sumarfrí En nú situr þessi drengur inni í herberginu sínu og þrífur sig ekki né nærir. Hann er algjörlega týndur í barnvæna velferðarsamfélaginu okkar og enginn virðist geta bjargað honum. Móðir hans kallaði eftir ákveðnum úrræðum í byrjun sumars en starfsmönnum bæjarfélagsins hugnaðist ekki þau úrræði og vildu nýta einhver úrræði sem voru þeim nær. Þeim tókst þó ekki að klára málið fyrir sumarfrí og á meðan bíður barnið í vonlausri stöðu. Það er ekkert sumarfrí í dimmum dal þunglyndis og kvíða. Að vera svo rekinn úr Fjölsmiðjunni var ákveðið rothögg á sjálfsmyndina. Hver dagur skiptir máli og barnið getur ekki beðið. Í samvinnu við Vopnabúrið má koma þessu barni til bjargar. Hjá þeim er tilbúið meðferðarúrræði til þriggja mánaða en það kostar um 5 milljónir. Það er spurning hvort samfélagið geti tekið sig saman og komið þessari fjölskyldu til bjargar þangað til „kerfið“ tekur við sér. Til þess að hjálpa þessu barni má leggja inn á reikning Vopnabúrsins: 0133-26-001709 kt. 501220-1160 Skýring: „f.hann”. Ef eitthvað safnast umfram verður nýtt til góðs í rekstur Vopnabúrsins sem vinnur að því að koma til móts við börn í þessari stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðunni „Sagan okkar“ er átakanleg frásögn móður sem hefur þurft að berjast í mörg ár við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og félagsmálakerfið. Fyrir nokkru hafði þessi móðir samband við mig því drengurinn hennar dansar við landamæri Sumarlandsins og samfélagið horfir á. Á hinu barnvæna Íslandi, þessu frábæra norræna velferðarsamfélagi virðist ekki vera hægt að gera neitt til þess að koma honum til hjálpar. Hvers vegna grátum við þegar barnið er dottið í brunninn en vinnum ekki í því að byrgja hann? Drengurinn greindist snemma með ADHD en þrátt fyrir lyfjagjöf átti hann eins og svo mörg önnur börn erfitt. Lyfjagjöf er nefnilega engin töfralausn og þess vegna er einnig þörf á öðrum úrræðum. Þegar drengurinn var ekki að ná að fóta sig í skólanum viðraði móðir hans áhyggjur sínar við starfsfólk skólans. En samvinna heimilis og skóla var góð. Móðirin mætti oft með drengnum sínum í skólann þegar hún hafði tækifæri til. Iðulega átti hann það til að sitja við borðið sitt án þess að opna bók. En það var skoðun starfsfólksins að hann væri að gera sitt besta. Og á meðan drengurinn var til friðs þá var hann látinn vera. Í 7. bekk er drengurinn enn að glíma við námsefni yngsta stigs en þrátt fyrir það hafði starfsfólk skólans ekki sömu áhyggjur og foreldrarnir. Móðirin vildi koma honum inn í sérskóla en starfsfólkið sagði biðlistana of langa og því væri árangurslaust að sækja um. Ennþá sá enginn tilgang í því að fara fram á frekari greiningar eða aðrar athuganir á stöðu og þroska drengsins. Á þessum tíma fóru sjálfsvígshugsanir að gera vart við sig hjá drengnum. Hann var farinn að skoða leiðir til þess að enda líf sitt. Móðir hans setti sig strax í samband við BUGL og Barnavernd. Þeim var vísað frá BUGL þar sem vandinn þótti ekki nógu aðkallandi en Barnavernd steig inn í mál drengsins og kom honum í MST úrræði sem er fjölkerfameðferð á vegum barnaverndarstofu. Líðan drengsins skánaði þó ekki og hann fór sjálfur að leita lausna. Kannabis veitti ró og þar með var hann kominn í neyslu. Sjálfsvígshugsanir jukust. Móðirin setur sig aftur í samband við BUGL. Nú var vandinn kannski orðinn nógu stór en þar sem drengurinn var kominn í neyslu var honum vísað frá því BUGL aðstoðar ekki börn í neyslu. Kerfið brást með skelfilegum afleiðingum Í lengri tíma er fjölskyldan föst í djúpum dal þunglyndis og kvíða. Drengurinn byrjaði í 10 bekk en mætti einungis fyrstu dagana. Það hafði þó engar afleiðingar fyrir þessa fjölskyldu. Skólaskyldan er víst ekki tekin svo alvarlega þegar svona börn eiga í hlut hugsaði móðirin með sér. Ekki þegar úrræðaleysið er algjört í skólanum. Og þessi móðir hafði rétt fyrir sér. Þegar kemur að skólaskyldu er ekki alveg sama hvaða börn eiga í hlut því það eru þó nokkur dæmi um það að börn eru send heim í hádeginu þar sem skólinn hefur engin úrræði fyrir þau. Þar við situr og fræðsluskyldan er allt í einu ekki svo mikilvæg. En hjá þessari fjölskyldu líður tíminn og foreldrarnir óttast stöðugt um drenginn sinn. Þau fara að fá fréttir af honum í slæmum aðstæðum. Eitt skiptið sést til hans hangandi framan af brú fyrir ofan straumharða á. Í annað skiptið situr hann við klettabrún. Svo kemur hann grátandi heim. Hann grætur yfir því að vera svo mikill aumingi að hann geti ekki einu sinni endað líf sitt. Og hvað gerir móðirin? Hún gerir það eina sem hún getur gert. Hún situr og grætur með barninu sínu. Hún lofar að finna lausn og heldur áfram að reyna. Hún teygir sig eftir aðstoð. Aðstoð sem er ekki til. Hún hringir í sífellu í Barnavernd, BUGL, félagasamtök og aðrar stofnanir sem láta sig svona mál varða. Það voru margir sem vildu aðstoða en það var ekki hægt því það voru hreinlega engin úrræði til. Eitt skiptið sem hún leitar til BUGL þá neitar hún að fara nema að hún fái það uppáskrifað að ekki sé hægt að hjálpa barninu hennar. Ef honum tekst að enda líf sitt þá er hún með skriflega staðfestingu á því að BUGL hafi neitað barninu um aðstoð. Með þessum hætti kom hún honum inn í þriggja daga innlögn. Í kjölfarið er drengurinn skoðaður af lækni sem sér strax að eitthvað mikið er að. Hann er sendur í greiningar og niðurstöðurnar voru afgerandi. Hann hefði þurft inngrip mörgum árum fyrr. Fagfólki á BUGL var brugðið yfir því að hann hefði klárað alla sína skólagöngu án þess að vera sendur í frekari greiningar og athuganir. Hvernig getur svona gerst? Móðirin hafði ítrekað óskað eftir því að staða drengsins væri skoðuð nánar en talaði fyrir daufum eyrum kennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks bæjarfélagsins sem kom að málefnum drengsins. Þetta mál er þyngra en tárum taki og verður ekki réttlætt með nokkrum hætti. Skólakerfið brást þessu barni og nú situr móðirin einnig eftir með þá tilfinningu að hún hafi brugðist skelfilega. Í hennar huga hefði hún átt að berjast af meiri hörku. Þetta er algeng líðan foreldris í þessari stöðu enda eru þetta skilaboðin sem margir foreldrar fá frá samfélaginu. En hvað hefði þessi móðir getað gert þegar það er einungis starfsfólk skólakerfisins og fagfólk sem getur farið fram á ákveðnar athuganir og lausnir í skólakerfinu? Í hvaða stöðu eru þessir foreldrar settir þegar ekki er hlustað á þá? Þegar þarna er komið við sögu brotnar barnið gjörsamlega niður. Það var þá ekki svona heimskt allan þennan tíma! Það var raunverulega eitthvað að! Skólinn hafð hunsað þarfir barnsins og brugðist því með skelfilegum afleiðingum. Skólinn hafði sýnt ábyrgðarleysi og vanrækslu! Ef vandi drengsins hefði verið greindur strax þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum alla sína skólagöngu haldandi það að hann væri svo heimskur. Að það væri best ef hann myndi bara hverfa. Hann hefði kannski getað fengið þjónustu við hæfi. Í dag glímir drengurinn enn við sjálfsvígshugsanir. Hann þráir að deyja en þorir ekki að taka skrefið. Móður hans er sagt að vakta herbergishurðina. Það er eina úrræðið sem barnvæna Ísland býður upp á. BUGL getur ekki tekið hann í bráðainnlögn eða í frekari greiningar. „Mamma, það virkar bara ein leið og það er að ég drepi mig eins og **** gerði, þá stoppar allt“ segir hann einn daginn við móður sína. Þar vísar hann í kunningja sinn sem hafði nokkru áður tekið líf sitt 17 ára gamall. Hann sagði þetta án þess að gráta. Það var eins og tárin hefðu klárast því hann grætur ekki lengur. En þó tárin renni ekki þá sér móðirin angistina í barninu sínu. Drengurinn hennar sem átti sér svo stóra drauma sér ekki lengur framtíðina sína. Kerfið brást og móðirin kallar eftir réttlæti. „Minn drengur er ekki verðlaus arfi sem þarf að reita í burtu svo beðið sé fallegt!” Móðirin hefur áhyggjur af framtíð drengsins. Hún viðraði áhyggjur sínar við einn fagaðilann sem hefur komið að hans málum. Vel meinandi fagaðilinn sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Börn eins og hann detti strax inn á örorku. Er það lausnin sem við viljum bjóða upp á í barnvænu norrænu velferðarsamfélagi? Hún er að brenna út á tíma því drengurinn er að verða fullorðinn. Hún hefur stungið upp á ýmsum úrræðum við barnaverndarnefnd en fær engin ákveðin svör. Það er ekki tekin ákvörðun í málum drengsins. Á meðan er ástandið viðvarandi. Síðustu vikur hafði drengurinn stundað vinnu í Fjölsmiðjunni. Á vefsíðu Fjölsmiðjunnar segir að Fjölsmiðjan gegni mikilvægu hlutverki þegar þörf sé á félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Þar sé byggt á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna, vinnumálastofnun, framhaldsskólana, Ráðuneyti mennta- og menningarmála og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks. Drengurinn var ekki að finna sig í þessu starfi og hafði mætt eitthvað stopult í vinnuna sína. Fyrir nokkrum dögum var hann svo rekinn þegar hann mætti. Það var lausn Fjölsmiðjunnar sem á að vinna að því að byggja svona unglinga upp. Hann var rekinn fyrirvaralaust og án þess að haft væri samband við foreldra hans. Drengurinn sem glímir við stöðugar sjálfsvígshugsanir, sem kerfið hefur brugðist með skelfilegum afleiðingum, drengurinn sem passar hvergi inn og finnur sig ekki í þessari veröld, var rekinn úr vinnu sinni í Fjölsmiðjunni! Sem betur fer fór hann heim til móður sinnar. Hann hefur ekki enn fundið kjarkinn til þess að klára sinn tíma hér á meðal okkar. Sem betur fer... Vandinn fer ekki í sumarfrí En nú situr þessi drengur inni í herberginu sínu og þrífur sig ekki né nærir. Hann er algjörlega týndur í barnvæna velferðarsamfélaginu okkar og enginn virðist geta bjargað honum. Móðir hans kallaði eftir ákveðnum úrræðum í byrjun sumars en starfsmönnum bæjarfélagsins hugnaðist ekki þau úrræði og vildu nýta einhver úrræði sem voru þeim nær. Þeim tókst þó ekki að klára málið fyrir sumarfrí og á meðan bíður barnið í vonlausri stöðu. Það er ekkert sumarfrí í dimmum dal þunglyndis og kvíða. Að vera svo rekinn úr Fjölsmiðjunni var ákveðið rothögg á sjálfsmyndina. Hver dagur skiptir máli og barnið getur ekki beðið. Í samvinnu við Vopnabúrið má koma þessu barni til bjargar. Hjá þeim er tilbúið meðferðarúrræði til þriggja mánaða en það kostar um 5 milljónir. Það er spurning hvort samfélagið geti tekið sig saman og komið þessari fjölskyldu til bjargar þangað til „kerfið“ tekur við sér. Til þess að hjálpa þessu barni má leggja inn á reikning Vopnabúrsins: 0133-26-001709 kt. 501220-1160 Skýring: „f.hann”. Ef eitthvað safnast umfram verður nýtt til góðs í rekstur Vopnabúrsins sem vinnur að því að koma til móts við börn í þessari stöðu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun