Gullinn mánudagur fyrir Breta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 16:00 Adam Peaty fagnar gullverðlaunum sínum í 100 metra bringusundi sem hann var að vinna á öðrum leikunum í röð. AP/Martin Meissner Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag. Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira