Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 14:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímabært að veita heilbrigðiskerfinu varanlega styrkingu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira