Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 16:35 Engin kennsla mun fara fram í Fossvogsskóla næsta skólaár. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarráði í dag en umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir á húsnæði Fossvogsskóla vegna raka- og mygluvanda. Tillagan sem samþykkt var í borgarráði í dag gerir ráð fyrir uppsetningu tíu kennslueininga á skólalóð Fossvogsskóla og að þar og í húsnæði Frístundar í Útlandi muni fara fram kennsla fyrir börn í fyrstu til fjórðu bekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Borgin gaf út í maí að engin skólastarfsemi færi fram í Fossvogsskóla á næsta skólaári. Nýleg úttekt verkfræðistofunnar Eflu leiddi í ljós að ekki hafi tekist að koma að fullu í veg fyrir rakaskemmdir í húsnæði skólans. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Töldu óásættanlegt að nemendur yrðu ekki í sínu hverfi Í yfirlýsingu frá Samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) sem var gefin út í júní kom fram að það væri ekki lausn til lengdar að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að samræður séu framundan við nágranna vegna breytinga á deiliskipulagi í tengslum við tímabundna uppsetningu einingahúsa fyrir kennslu á skólalóð Fossvogsskóla. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58 Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. 17. mars 2021 22:36 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarráði í dag en umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir á húsnæði Fossvogsskóla vegna raka- og mygluvanda. Tillagan sem samþykkt var í borgarráði í dag gerir ráð fyrir uppsetningu tíu kennslueininga á skólalóð Fossvogsskóla og að þar og í húsnæði Frístundar í Útlandi muni fara fram kennsla fyrir börn í fyrstu til fjórðu bekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Borgin gaf út í maí að engin skólastarfsemi færi fram í Fossvogsskóla á næsta skólaári. Nýleg úttekt verkfræðistofunnar Eflu leiddi í ljós að ekki hafi tekist að koma að fullu í veg fyrir rakaskemmdir í húsnæði skólans. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Töldu óásættanlegt að nemendur yrðu ekki í sínu hverfi Í yfirlýsingu frá Samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) sem var gefin út í júní kom fram að það væri ekki lausn til lengdar að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að samræður séu framundan við nágranna vegna breytinga á deiliskipulagi í tengslum við tímabundna uppsetningu einingahúsa fyrir kennslu á skólalóð Fossvogsskóla.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58 Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. 17. mars 2021 22:36 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50
Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58
Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. 17. mars 2021 22:36