Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þáði seinni sprautuna í dag. Vísir/Sunna Karen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01