Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 10:56 Sunneva Einarsdóttir er meðal fórnarlamba hakkarans en hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Vísir/Vilhelm Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum. Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37