Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2021 10:43 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira