Langtímsamningur UNICEF við Janssen fyrir hönd COVAX Heimsljós 5. júlí 2021 13:08 UNiCEF Samningur UNICEF tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefni frá Janssen á árinu 2021. UNICEF hefur skrifað undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Janssen um aðgengi að COVID-19 bóluefni fyrir hönd COVAX samstarfsins. Samningurinn tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefninu á árinu 2021, með möguleika á að afhenda 300 milljónir skammta árið 2022. Einungis þarf einn skammt af Janssen bóluefninu sem kemur sér einstaklega vel fyrir auðveldari dreifingu í efnaminni ríkjum. Samningurinn við Janssen er fjórði samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer, Serum Institute of India og AstraZeneca. Afhending á bóluefni Janssen mun hefjast á þriðja ársfjórðungi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins en COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn COVID-19. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja um 2 milljarða skammta af bóluefni fyrir lok ársins 2021. Samstarfið hefur nú þegar skilað 93 milljónum skammta af bóluefni til 134 ríkja og svæða í heiminum Komum því til skila! Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins en sem dæmi má nefna að einungis er 1 prósent af íbúum Afríku fullbólusett. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og með samningnum við Janssen munu afhendingar og dreifing á bóluefni við COVID-19 aukast til muna á næstunni. Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi, "Komum því til skila" stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númeriði 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
UNICEF hefur skrifað undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Janssen um aðgengi að COVID-19 bóluefni fyrir hönd COVAX samstarfsins. Samningurinn tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefninu á árinu 2021, með möguleika á að afhenda 300 milljónir skammta árið 2022. Einungis þarf einn skammt af Janssen bóluefninu sem kemur sér einstaklega vel fyrir auðveldari dreifingu í efnaminni ríkjum. Samningurinn við Janssen er fjórði samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer, Serum Institute of India og AstraZeneca. Afhending á bóluefni Janssen mun hefjast á þriðja ársfjórðungi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins en COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn COVID-19. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja um 2 milljarða skammta af bóluefni fyrir lok ársins 2021. Samstarfið hefur nú þegar skilað 93 milljónum skammta af bóluefni til 134 ríkja og svæða í heiminum Komum því til skila! Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins en sem dæmi má nefna að einungis er 1 prósent af íbúum Afríku fullbólusett. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og með samningnum við Janssen munu afhendingar og dreifing á bóluefni við COVID-19 aukast til muna á næstunni. Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi, "Komum því til skila" stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númeriði 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent