Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 23:23 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15