Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 09:50 Hvammsvirkjun verður staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52