Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 20:01 Margir eiga eflaust eftir að sakna þess að mæta á N1 Hringbraut eftir djammið. Nema þar verði áfram starfrækt veitingaþjónusta eftir lokun bensínstöðvarinnar. vísir/vilhelm Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— [email protected] (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16 Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— [email protected] (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16
Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent