Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. júní 2021 09:50 Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Birna Einarsdóttir bankastjóri við skráningu Íslandsbanka í Nasdaq Iceland í dag. Vísir/Arnar Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. Hlutir í bankanum hafa rokið upp um 20% eftir að skráningin átti sér stað. Söluvirðið í útboðinu voru 79 krónur en gengi bréfanna er nú um 95 krónur. Íslendingar og erlendir aðilar keyptu hluti í nýafstöðnu útboði fyrir 55 milljarða króna, en umframeftirspurn var veruleg, eða upp á tæpa 500 milljarða. Íslandsbanki er nú fjölmennasta hlutafélag á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þeir sem keyptu hlut á minna en milljón fengu hann óskertan - stærri fjárfestar báru í mörgum tilvikum skarðan hlut frá borði. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, sem hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni. Undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni. Sigrún Ragna Ólafsdóttir lét af störfum sem forstjóri VÍS árið 2016. Söluferli Íslandsbanka er rétt að hefjast, en enn er 65% hlutur í bankanum í eigu íslenska ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir ánægju með vel heppnað útboð og vill selja frekari hlut ríkisins í bankanum í framhaldinu. Eins og stendur fara innlendir fjárfestar með um 24% og erlendir fjárfestar með um 11% af heildarhlutafé bankans. Heildarmarkaðsvirði bankans nam um 158 milljörðum miðað við útboðsverð en virðist nú standa í um 190 milljörðum ef tekið er mið af breyttu virði bréfanna. Skráningu fylgja breytingar Birna Einarsdóttir segist aldeilis ánægð í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að eiga mér þennan draum að skrá Íslandsbanka á markað þannig að ég er svo sannarlega stolt og lukkuleg í dag.“ Birna Einarsdóttir bankastjóri.Vísir/Arnar Birna segir að bankinn hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á jafnréttismál og hún vonar að kvenkyns forstjórum fjölgi í Kauphöllinni. Það sé í sjálfu sér skrýtið að engin kona sé þegar forstjóri skráðs félags. „Í sjálfu sér má segja að það sé alveg ótrúlegt, en það endurspeglar í sjálfu sér atvinnulífið eins og það er í dag. En þetta er að breytast og allt að færast í betra horf vonandi.“ Mikill áhugi fjárfesta kom Birnu á óvart og hún segir skráninguna mikilvægt skref fyrir bankann. „Að sjálfsögðu fylgja svona skráningu einhverjar breytingar. Við erum að fá til okkar 24.000 nýja hluthafa, stóra og smá, innlenda og erlenda, sem við hlökkum til að starfa með. Við erum með mjög skýra stefnu um það hvert við erum að fara en að sjálfsögðu þegar nýir aðilar koma inn geta áherslur breyst og við bara erum spennt að vinna með þeim.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hlutir í bankanum hafa rokið upp um 20% eftir að skráningin átti sér stað. Söluvirðið í útboðinu voru 79 krónur en gengi bréfanna er nú um 95 krónur. Íslendingar og erlendir aðilar keyptu hluti í nýafstöðnu útboði fyrir 55 milljarða króna, en umframeftirspurn var veruleg, eða upp á tæpa 500 milljarða. Íslandsbanki er nú fjölmennasta hlutafélag á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þeir sem keyptu hlut á minna en milljón fengu hann óskertan - stærri fjárfestar báru í mörgum tilvikum skarðan hlut frá borði. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, sem hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni. Undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni. Sigrún Ragna Ólafsdóttir lét af störfum sem forstjóri VÍS árið 2016. Söluferli Íslandsbanka er rétt að hefjast, en enn er 65% hlutur í bankanum í eigu íslenska ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir ánægju með vel heppnað útboð og vill selja frekari hlut ríkisins í bankanum í framhaldinu. Eins og stendur fara innlendir fjárfestar með um 24% og erlendir fjárfestar með um 11% af heildarhlutafé bankans. Heildarmarkaðsvirði bankans nam um 158 milljörðum miðað við útboðsverð en virðist nú standa í um 190 milljörðum ef tekið er mið af breyttu virði bréfanna. Skráningu fylgja breytingar Birna Einarsdóttir segist aldeilis ánægð í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að eiga mér þennan draum að skrá Íslandsbanka á markað þannig að ég er svo sannarlega stolt og lukkuleg í dag.“ Birna Einarsdóttir bankastjóri.Vísir/Arnar Birna segir að bankinn hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á jafnréttismál og hún vonar að kvenkyns forstjórum fjölgi í Kauphöllinni. Það sé í sjálfu sér skrýtið að engin kona sé þegar forstjóri skráðs félags. „Í sjálfu sér má segja að það sé alveg ótrúlegt, en það endurspeglar í sjálfu sér atvinnulífið eins og það er í dag. En þetta er að breytast og allt að færast í betra horf vonandi.“ Mikill áhugi fjárfesta kom Birnu á óvart og hún segir skráninguna mikilvægt skref fyrir bankann. „Að sjálfsögðu fylgja svona skráningu einhverjar breytingar. Við erum að fá til okkar 24.000 nýja hluthafa, stóra og smá, innlenda og erlenda, sem við hlökkum til að starfa með. Við erum með mjög skýra stefnu um það hvert við erum að fara en að sjálfsögðu þegar nýir aðilar koma inn geta áherslur breyst og við bara erum spennt að vinna með þeim.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01