Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:06 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu í landshlutanum. Vísir/Egill Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna. Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira