„Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. júní 2021 20:01 Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir fann ástina í örmum Hermanns Sigurðssonar á síðasta ári. Bæði eru þau mikið útivistar- og ævintýrafólk og segir Þórdís þau mjög dugleg að halda í rómantíkina og fara á stefnumót. Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par. Hermann er starfandi prentsmiður og ljósmyndari en Þórdís starfar sem þáttastjórnandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þórdís er ein af þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir hún spennandi sumar framundan. „Í vinnunni er stanslaust stuð. Bylgjan er að fara í sumarferðalag og ég fæ að fljóta með og senda út Reykjavík síðdegis frá spennandi stöðum úti á landi. Heimsfaraldurinn hafði gott sem engin áhrif á vinnuna mína, nema það að mér líður eins og sérfræðingi í sóttvarnarmálum því ég hef talað svo mikið um allt Covid tengt,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís er mikil útivistar- og ævintýrakona og er hún þessa dagana að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Framundan hjá mér persónulega er aðallega útivist og hreyfing ásamt samverustundum með dætrum mínum. Ég ætla að vera dugleg að taka þátt í skipulögðum hlaupum í sumar og var að enda við að skrá mig í hálfmaraþon í ágúst. Eruð þið parið dugleg að fara á stefnumót? „Já, við erum mjög dugleg við það. Í uppáhaldi núna er að fá okkur Hopp hjól eða fara á reiðhjóli niður í bæ og borða góðan mat. Annars eru flest stefnumótin okkar á fjöllum.“ Ástfangin og geislandi. Hér fyrir neðan svarar Þórdís spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er hrikalega slök í bíómyndaáhorfi en þegar ég hugsa til baka þá var myndin P.S. I love you í uppáhaldi einhvern tímann. Hún er samt eiginlega svo sorgleg að ég get varla hugsað um hana. Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn var eftirminnilegur.. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Djúp sár sem gróa hægt. Þetta lag er kannski ekki power-ballaða en mér finnst þetta lag svo ljúfsárt og fallegt. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Alls ekkert flókið, góður matur, samvera og hlátur. Uppáhaldsmaturinn minn: Einu sinni á ári vil ég geggjaða nautasteik með bernaise, annars er ég mikil pastakona, eða í raun bara kolvetnakona! Ástfangin á fjöllum. Þórdís og Hermann kynntust í desember á síðasta ári og segir Þórdís flest stefnumótin þeirra vera á fjöllum. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég held því fram að ég sé frekar léleg að gefa gjafir en ég gaf honum peningaveski frá Jör um jólin og íþróttabuxur. Hann var mjög sáttur! Lagið „okkar“ er: Let‘s Stay Together með Al Green er eitt af þeim. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér þrjár útprentaðar myndir sem hann tók á fyrsta stefnumótinu okkar og göngusokka í jólagjöf stuttu eftir að við kynntumst. Með gjöfinni fylgdi líka sirkill en sagan á bak við það er sú að ég hafði sagt honum að ég væri afar léleg að teikna hringi. Ég elska að: Vera úti í náttúrunni, helst uppi á fjalli, í góðum félagsskap. Kærastinn minn er: Fyndinn, skilningsríkur, tillitssamur og dásamlegur. Rómantískasti staður á landinu er: Í augnablikinu er það nýuppgerður súrheysturn undir Eyjafjöllum. Ást er: Virðing og félagsskapur með smá dassi af einhverju óvæntu. Góður matur, samvera og hlátur er það sem Þórdís segir vera uppskriftina af rómantísku stefnumóti. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hermann er starfandi prentsmiður og ljósmyndari en Þórdís starfar sem þáttastjórnandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þórdís er ein af þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og segir hún spennandi sumar framundan. „Í vinnunni er stanslaust stuð. Bylgjan er að fara í sumarferðalag og ég fæ að fljóta með og senda út Reykjavík síðdegis frá spennandi stöðum úti á landi. Heimsfaraldurinn hafði gott sem engin áhrif á vinnuna mína, nema það að mér líður eins og sérfræðingi í sóttvarnarmálum því ég hef talað svo mikið um allt Covid tengt,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís er mikil útivistar- og ævintýrakona og er hún þessa dagana að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Framundan hjá mér persónulega er aðallega útivist og hreyfing ásamt samverustundum með dætrum mínum. Ég ætla að vera dugleg að taka þátt í skipulögðum hlaupum í sumar og var að enda við að skrá mig í hálfmaraþon í ágúst. Eruð þið parið dugleg að fara á stefnumót? „Já, við erum mjög dugleg við það. Í uppáhaldi núna er að fá okkur Hopp hjól eða fara á reiðhjóli niður í bæ og borða góðan mat. Annars eru flest stefnumótin okkar á fjöllum.“ Ástfangin og geislandi. Hér fyrir neðan svarar Þórdís spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er hrikalega slök í bíómyndaáhorfi en þegar ég hugsa til baka þá var myndin P.S. I love you í uppáhaldi einhvern tímann. Hún er samt eiginlega svo sorgleg að ég get varla hugsað um hana. Fyrsti kossinn: Fyrsti kossinn var eftirminnilegur.. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Djúp sár sem gróa hægt. Þetta lag er kannski ekki power-ballaða en mér finnst þetta lag svo ljúfsárt og fallegt. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Alls ekkert flókið, góður matur, samvera og hlátur. Uppáhaldsmaturinn minn: Einu sinni á ári vil ég geggjaða nautasteik með bernaise, annars er ég mikil pastakona, eða í raun bara kolvetnakona! Ástfangin á fjöllum. Þórdís og Hermann kynntust í desember á síðasta ári og segir Þórdís flest stefnumótin þeirra vera á fjöllum. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég held því fram að ég sé frekar léleg að gefa gjafir en ég gaf honum peningaveski frá Jör um jólin og íþróttabuxur. Hann var mjög sáttur! Lagið „okkar“ er: Let‘s Stay Together með Al Green er eitt af þeim. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Hann gaf mér þrjár útprentaðar myndir sem hann tók á fyrsta stefnumótinu okkar og göngusokka í jólagjöf stuttu eftir að við kynntumst. Með gjöfinni fylgdi líka sirkill en sagan á bak við það er sú að ég hafði sagt honum að ég væri afar léleg að teikna hringi. Ég elska að: Vera úti í náttúrunni, helst uppi á fjalli, í góðum félagsskap. Kærastinn minn er: Fyndinn, skilningsríkur, tillitssamur og dásamlegur. Rómantískasti staður á landinu er: Í augnablikinu er það nýuppgerður súrheysturn undir Eyjafjöllum. Ást er: Virðing og félagsskapur með smá dassi af einhverju óvæntu. Góður matur, samvera og hlátur er það sem Þórdís segir vera uppskriftina af rómantísku stefnumóti.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira