Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 12:25 Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira