Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 06:01 Brot atvinnurekenda á launafólki hafa verið mun færri í faraldrinum enda ferðaþjónustan að mestu óstarfandi. vísir/vilhelm Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37