Ævintýri Velhringlanda Jón Steindór Valdimarsson skrifar 2. júní 2021 07:30 Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun