Sendu út 10 þúsund skyndiboðanir í bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 21:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2 Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist. Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00
Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30
Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10
Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22