Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 23:31 Rúnar Sigtryggsson lét óánægju sína í ljós í þætti Seinni bylgjunnar á föstudaginn. Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira