Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2021 11:09 Boeing 737-Max þota lenti fyrst á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018 í sýningarflugi þegar Icelandair tók fyrstu vél þessarar tegundar í notkun. Vísir/Jóhann K. Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar: Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Brugðið var á þetta ráð þar sem Bombardier Q400 vél félagsins ílengdist í viðhaldi og stór ferðahelgi, hvítasunnuhelgin, er framundan. Því var ákveðið að sameina tvö flug til Akureyrar seinnipartinn í dag og nýta MAX vél í flugið, segir Ásdís. MAX vélarnar taka 160 farþega en Q400 vélarnar 76 farþega. Ekki munar miklu á flugtíma vélanna á þessum stutta fluglegg. Farflugshraði 737 MAX er um 840 kílómetrar á klukkustund en Q400 um 670 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2018.Mynd/Stöð 2. Það er flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem fær þetta verkefni, en áætlað er að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:10. Flugtak frá Reykjavíkurflugvelli er áætlað klukkan 17:10 og frá Akureyrarflugvelli klukkan 18.40. Hátt í 140 farþegar eru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri. „Þarna koma kostir samþættingar félaganna berlega í ljós – þetta gefur okkur aukinn sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum sem þessum, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís Ýr en rekstur dótturfélagsins Air Iceland Connect var sameinaður rekstri Icelandair fyrir tveimur mánuðum. Boeing 737 MAX lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar. Í dag má aftur sjá lendingu slíkrar þotu um klukkan 16:10, flugtak um klukkan 17:10 og aftur lendingu um klukkan 19:10.Stöð 2/Skjáskot. Max-þotur voru kyrrsettar um allan heim í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir endurbætur fengu þær flughæfisskírteini á ný í kringum síðustu áramót. Þotan Mývatn lenti einmitt á Reykjavíkurflugvelli í byrjun marsmánaðar þegar Icelandair hóf notkun þeirra á ný en lendingin var sýnd í þættinum Ísland í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá endurkomu vélanna til Íslands úr geymslu á Spáni í febrúar:
Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Boeing Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. 9. mars 2021 10:30
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15