Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 18:14 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, félagsmiðstöðinni Tjörninni, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri félagsmiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðumaður hinsegin félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar og Samtakanna ’78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Rótinni og Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Reykjavíkurborg Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið. Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið.
Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira