Hafa veikst alvarlega vegna rakaskemmda í húsnæði spítalans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 13:27 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Landspítala hafi veikst alvarlega vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði spítalans. Rúmlega tuttugu starfsmenn leita til trúnaðarlæknis spítalans á ári vegna einkenna sem tengd eru rakaskemmdum í starfsumhverfi þeirra. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira