Bóluefnin eru kröftug og því eðlilegt að margir finni fyrir aukaverkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:05 vísir/vilhelm Níundi einstaklingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni í Skagafirði í gær. Sóttvarnalæknir segir hópsýkinguna þar dreifðari en menn hafi í fyrstu talið. Hann segir að þó margir kvarti yfir aukaverkunum vegna bólusetninga sé það eðlilegt, bóluefnin séu mjög kröftug. Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23
Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47