MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2021 22:30 MAD Lions töpuðu óvænt fyrir Istanbul Wildcats í fyrsta leik dagsins. Það kom þó ekki að sök því fulltrúar LEC kláruðu seinni tvo leiki dagsins og enduðu því í fyrsta sæti B-riðils. Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Images Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. Fyrsti leikur dagsins var viðureign Istanbul Wildcats og MAD Lions. Istanbul Wildcats voru enn í leit að sínum fyrsta sigri á meðan að MAD Lions, sem voru taldir sigurstranglegastir í B-riðli, höfðu unnið fyrstu þrjá leiki sína. MAD Lions byrjuðu mun betur, og virtust hafa góða stjórn á leiknum. En þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum tóku Istanbul Wildcats völdin. Eftir rúmlega hálftíma leik tryggðu Istanbul Wildcats sér sinn fyrsta sigur og gátu því haldið í veika von um að komast upp úr riðlinum. .@IWcats secure their first win! #MSI2021 pic.twitter.com/ixisYRWcUZ— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 PSG Talon átti svo sviðið næstu tvo leiki. Þeir byrjuðu gegn PaiN Gaming í leik sem var nokkuð jafn framan af. Þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar tóku þeir þó góða forystu sem þeir létu aldrei af hendi, og unnu að lokum sinn þriðja leik af fjórum spiluðum. Næsti leikur þeirra var svo gegn Istanbul Wildcats og þar var sigur PSG Talon aldrei í hættu. Þessi sigur þýddi það að PSG Talon lyfti sér tímbundið upp í efsta sæti B-riðils og að Istanbul Wildcats átti ekki lengur möguleika á því að komast áfram. After their loss against @PSG_Talon, @IWcats are out of #MSI2021 Rumble Stage contention. pic.twitter.com/AllH0CLwfd— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 Næstir á svið voru svo PaiN Gaming frá Brasilíu, en þeir spiluðu næstu tvo leiki. Þeir þurftu á sigri að halda gegn MAD Lions í fyrri leiknum til að halda vonum sínum um að komast áfram á lífi. PaiN Gaming byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni snemma, en náðu ekki að stækka bilið sem þeir höfðu myndað á milli sín og MAD Lions. Hægt og rólega unnu fulltrúar LEC sig aftur inn í leikinn og náðu afgerandi forskoti eftir rúmlega 25 mínútna leik. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir PaiN Gaming og MAD Lions unnu sannfærandi sigur sem þýddi það að PaiN Gaming átti ekki lengur möguleika á því að komast áfram úr riðlinum. MAD Lions og PSG Talon voru þar með örugg áfram, þrátt fyrir að enn átti eftir að spila tvo leiki. With this loss @paiNGamingBR are eliminated from #MSI2021 Rumble Stage contention. pic.twitter.com/c4hFVRSQCZ— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 PaiN Gaming mætti svo Istanbul Wildcats í næst seinasta leik dagsins. Bæði þessi lið voru dottin út, en þriðja sæti riðilsins og stoltið undir. Istanbul Wildcats héldu að þeir hefðu tekið forystuna snemma leiks, en tóku sér aðeins of langan tíma undir turni andstæðingana og köstuðu henni frá sér. PaiN Gaming voru svo sterkari aðilinn og unnu að lokum verðskuldaðan sigur og tryggðu sér þriðja sæti riðilsins. Lokaleikur dagsins var svo hreinn úrslitaleikur um toppsæti B-riðils á milli MAD Lions og PSG Talon. Nokkuð jafnræði var með liðunum lengi vel, en eftir um 25 mínútna leik tóku MAD Lions afgerandi forystu sem þeir héldu út leikinn og unnu að lokum eftir um 34 mínútur af League of Legends. Þó að sætaröðun í riðlinum hafi engin áhrif á niðurröðun liðana fyrir næstu umferð, þá er það gott fyrir sjálfstraust liðsmanna MAD Lions að vinna riðilinn. The final Group B Standings! #MSI2021 pic.twitter.com/ih0azFXJyX— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 Liðin í C-riðli eiga svo daginn á morgun, en það er einnig seinasti dagur riðlakeppninnar. Hægt er að fylgjast með mótinu á Stöð 2 eSport og hefst útsending á slaginu 12:30. League of Legends Tengdar fréttir RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fyrsti leikur dagsins var viðureign Istanbul Wildcats og MAD Lions. Istanbul Wildcats voru enn í leit að sínum fyrsta sigri á meðan að MAD Lions, sem voru taldir sigurstranglegastir í B-riðli, höfðu unnið fyrstu þrjá leiki sína. MAD Lions byrjuðu mun betur, og virtust hafa góða stjórn á leiknum. En þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum tóku Istanbul Wildcats völdin. Eftir rúmlega hálftíma leik tryggðu Istanbul Wildcats sér sinn fyrsta sigur og gátu því haldið í veika von um að komast upp úr riðlinum. .@IWcats secure their first win! #MSI2021 pic.twitter.com/ixisYRWcUZ— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 PSG Talon átti svo sviðið næstu tvo leiki. Þeir byrjuðu gegn PaiN Gaming í leik sem var nokkuð jafn framan af. Þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar tóku þeir þó góða forystu sem þeir létu aldrei af hendi, og unnu að lokum sinn þriðja leik af fjórum spiluðum. Næsti leikur þeirra var svo gegn Istanbul Wildcats og þar var sigur PSG Talon aldrei í hættu. Þessi sigur þýddi það að PSG Talon lyfti sér tímbundið upp í efsta sæti B-riðils og að Istanbul Wildcats átti ekki lengur möguleika á því að komast áfram. After their loss against @PSG_Talon, @IWcats are out of #MSI2021 Rumble Stage contention. pic.twitter.com/AllH0CLwfd— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 Næstir á svið voru svo PaiN Gaming frá Brasilíu, en þeir spiluðu næstu tvo leiki. Þeir þurftu á sigri að halda gegn MAD Lions í fyrri leiknum til að halda vonum sínum um að komast áfram á lífi. PaiN Gaming byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni snemma, en náðu ekki að stækka bilið sem þeir höfðu myndað á milli sín og MAD Lions. Hægt og rólega unnu fulltrúar LEC sig aftur inn í leikinn og náðu afgerandi forskoti eftir rúmlega 25 mínútna leik. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir PaiN Gaming og MAD Lions unnu sannfærandi sigur sem þýddi það að PaiN Gaming átti ekki lengur möguleika á því að komast áfram úr riðlinum. MAD Lions og PSG Talon voru þar með örugg áfram, þrátt fyrir að enn átti eftir að spila tvo leiki. With this loss @paiNGamingBR are eliminated from #MSI2021 Rumble Stage contention. pic.twitter.com/c4hFVRSQCZ— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 PaiN Gaming mætti svo Istanbul Wildcats í næst seinasta leik dagsins. Bæði þessi lið voru dottin út, en þriðja sæti riðilsins og stoltið undir. Istanbul Wildcats héldu að þeir hefðu tekið forystuna snemma leiks, en tóku sér aðeins of langan tíma undir turni andstæðingana og köstuðu henni frá sér. PaiN Gaming voru svo sterkari aðilinn og unnu að lokum verðskuldaðan sigur og tryggðu sér þriðja sæti riðilsins. Lokaleikur dagsins var svo hreinn úrslitaleikur um toppsæti B-riðils á milli MAD Lions og PSG Talon. Nokkuð jafnræði var með liðunum lengi vel, en eftir um 25 mínútna leik tóku MAD Lions afgerandi forystu sem þeir héldu út leikinn og unnu að lokum eftir um 34 mínútur af League of Legends. Þó að sætaröðun í riðlinum hafi engin áhrif á niðurröðun liðana fyrir næstu umferð, þá er það gott fyrir sjálfstraust liðsmanna MAD Lions að vinna riðilinn. The final Group B Standings! #MSI2021 pic.twitter.com/ih0azFXJyX— LoL Esports (@lolesports) May 10, 2021 Liðin í C-riðli eiga svo daginn á morgun, en það er einnig seinasti dagur riðlakeppninnar. Hægt er að fylgjast með mótinu á Stöð 2 eSport og hefst útsending á slaginu 12:30.
League of Legends Tengdar fréttir RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01
Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31
MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31