MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2021 22:31 Team Liquid og G2 eSports mættust í úrslitum MSI árið 2019 þar sem G2 bar sigur úr býtum. David Lee/Riot Games via Getty Images MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. Það verða því aðeins 11 lið sem taka þátt í ár. Liðunum er skipt í tvo fjögurra liða riðla og einn þriggja liða riðil. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fyrir sig halda svo áfram í aðra umferð mótsins. Þau fjögur lið sem verða efst eftir hana fara svo í undanúrslitin, áður en úrslitin sjálf fara fram þann 23. maí. Veislan hefst klukkan 13:00 á morgun, en það er enginn smá leikur sem opnar mótið. C9 frá Bandaríkjunum mætir þá ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA frá Kóreu. Hverju má búast við frá heimsmeisturunum? Showmaker fagnar heimsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum.Lintao Zhang/ Riot Games Inc. via Getty Images Showmaker er midlaner DWG KIA, en hann sat fyrir svörum á sérstökum kynningarfundi fyrir mótið í dag. DWG KIA vann sig inn á mótið eins og önnur lið, eða með því að vinna sína deild í Kóreu. „Við höfum verið að vinna í því sem var ekki að ganga eins og við vildum og það hjálpaði okkur að komast inn á MSI í ár. Við munum halda áfram þeirri vinnu og við ætlum að nálgast mótið þannig,“ sagði Showmaker þegar hann var spurður út í hvernig það væri að mæta á þetta mót sem ríkjandi heimsmeistarar. ShowMaker talaði um það þegar þeir tryggðu sig inn á mótið að hann væri spenntastur fyrir því að mæta G2 frá Evrópu. G2 vann þetta mót fyrir tveim árum, en mótið var ekki haldið í fyrra vegna kórónaveirufaraldursins, svo þeir eru enn ríkjandi meistarar. Þeir komust því miður ekki á mótið, en Perkz þeirra fyrrum liðsfélagi, skipti nýlega yfir til C9 sem mætir DWG KIA á morgun. „Ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar G2 komst ekki inn á mótið. En Perkz sem spilaði með þeim í fyrra er hérna og mér finnst eins og það sé skylda mín að sigra hann hér í ár.“ D-1 to #MSI2021Group C Matchup:@DWGKIA vs @Cloud9 (@LCSOfficial) 05. 06. THU. GAME 1 - DK vs C9 05. 11. TUE. GAME 1 - C9 vs DK#DKWIN #LCKWIN #LCK #WeMakeLegends pic.twitter.com/6Wl5X7NwSb— LCK Global (@LCK_Global) May 5, 2021 Í stað G2 munu MAD Lions spila fyrir hönd Evrópu. Showmaker segist hlakka til að kljást við þá, og þá sérstaklega Humanoid. „Eins og ég man þetta þá voru þetta alltaf G2 og Fnatic sem voru að vinna LEC [evrópsku deildina]. Sú staðreynd að MAD Lions séu hér á MSI í ár segir okkur að þeir eru nú þegar komnir með frábært lið. Humanoid er aðalmaðurinn í þeirra liði og ég get ekki beðið eftir því að mæta honum.“ Í mörg ár var það lið SKT frá Kóreu sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið. ShowMaker segir að DWG KIA sé ekki komið á þann stall, en stefni vonandi þangað. „Ég held að það sé of snemmt að segja það að við séum komnir á þann stall. En við höldum áfram að reyna okkar besta og náum vonandi að búa til okkar eigið stórveldi,“ sagði Showmaker að lokum. Af hverju Ísland? John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat einnig fyrir svörum í dag. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ „Ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld hérna á Íslandi hafa stutt okkur í gegnum þetta og hafa aðstoðað okkur við að standsetja viðburðinn með heilbrigðismál í forgrunni. Við erum gríðarlega spennt að koma með rafíþróttir inn á nýjan markað. Það skemmir heldur ekki að Ísland bíður upp á gullfallegt landslag sem verður frábær bakgrunnur fyrir League of Legends.“ #MSI2021 is coming. Who will Break Out? Pack your parkas, because League of Legends greatest pro players are about to showdown in Iceland! This sprawling, epic landscape will set the stage for big moves & rising legends. Dates: May 6-22. pic.twitter.com/besQKwW3AW— LoL Esports (@lolesports) March 1, 2021 Eins og áður segir hefst fyrsti leikur á morgun klukkan 13:00 og Stöð 2 eSport mun sýna frá mótinu. Leikir dagsins 6. maí 13:00 | DWG - C9 14:00 | Infinity Esports - DetonatioN FocusMe 15:00 | Pentanet.GG - Royal Never Give Up 16:00 | Pentanet.GG - Unicorns Of Love 17:00 | PaiN Gaming - Istanbul Wildcats 18:00 | PSG Talon - MAD Lions Leikjavísir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. Það verða því aðeins 11 lið sem taka þátt í ár. Liðunum er skipt í tvo fjögurra liða riðla og einn þriggja liða riðil. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fyrir sig halda svo áfram í aðra umferð mótsins. Þau fjögur lið sem verða efst eftir hana fara svo í undanúrslitin, áður en úrslitin sjálf fara fram þann 23. maí. Veislan hefst klukkan 13:00 á morgun, en það er enginn smá leikur sem opnar mótið. C9 frá Bandaríkjunum mætir þá ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA frá Kóreu. Hverju má búast við frá heimsmeisturunum? Showmaker fagnar heimsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum.Lintao Zhang/ Riot Games Inc. via Getty Images Showmaker er midlaner DWG KIA, en hann sat fyrir svörum á sérstökum kynningarfundi fyrir mótið í dag. DWG KIA vann sig inn á mótið eins og önnur lið, eða með því að vinna sína deild í Kóreu. „Við höfum verið að vinna í því sem var ekki að ganga eins og við vildum og það hjálpaði okkur að komast inn á MSI í ár. Við munum halda áfram þeirri vinnu og við ætlum að nálgast mótið þannig,“ sagði Showmaker þegar hann var spurður út í hvernig það væri að mæta á þetta mót sem ríkjandi heimsmeistarar. ShowMaker talaði um það þegar þeir tryggðu sig inn á mótið að hann væri spenntastur fyrir því að mæta G2 frá Evrópu. G2 vann þetta mót fyrir tveim árum, en mótið var ekki haldið í fyrra vegna kórónaveirufaraldursins, svo þeir eru enn ríkjandi meistarar. Þeir komust því miður ekki á mótið, en Perkz þeirra fyrrum liðsfélagi, skipti nýlega yfir til C9 sem mætir DWG KIA á morgun. „Ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar G2 komst ekki inn á mótið. En Perkz sem spilaði með þeim í fyrra er hérna og mér finnst eins og það sé skylda mín að sigra hann hér í ár.“ D-1 to #MSI2021Group C Matchup:@DWGKIA vs @Cloud9 (@LCSOfficial) 05. 06. THU. GAME 1 - DK vs C9 05. 11. TUE. GAME 1 - C9 vs DK#DKWIN #LCKWIN #LCK #WeMakeLegends pic.twitter.com/6Wl5X7NwSb— LCK Global (@LCK_Global) May 5, 2021 Í stað G2 munu MAD Lions spila fyrir hönd Evrópu. Showmaker segist hlakka til að kljást við þá, og þá sérstaklega Humanoid. „Eins og ég man þetta þá voru þetta alltaf G2 og Fnatic sem voru að vinna LEC [evrópsku deildina]. Sú staðreynd að MAD Lions séu hér á MSI í ár segir okkur að þeir eru nú þegar komnir með frábært lið. Humanoid er aðalmaðurinn í þeirra liði og ég get ekki beðið eftir því að mæta honum.“ Í mörg ár var það lið SKT frá Kóreu sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið. ShowMaker segir að DWG KIA sé ekki komið á þann stall, en stefni vonandi þangað. „Ég held að það sé of snemmt að segja það að við séum komnir á þann stall. En við höldum áfram að reyna okkar besta og náum vonandi að búa til okkar eigið stórveldi,“ sagði Showmaker að lokum. Af hverju Ísland? John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat einnig fyrir svörum í dag. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ „Ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld hérna á Íslandi hafa stutt okkur í gegnum þetta og hafa aðstoðað okkur við að standsetja viðburðinn með heilbrigðismál í forgrunni. Við erum gríðarlega spennt að koma með rafíþróttir inn á nýjan markað. Það skemmir heldur ekki að Ísland bíður upp á gullfallegt landslag sem verður frábær bakgrunnur fyrir League of Legends.“ #MSI2021 is coming. Who will Break Out? Pack your parkas, because League of Legends greatest pro players are about to showdown in Iceland! This sprawling, epic landscape will set the stage for big moves & rising legends. Dates: May 6-22. pic.twitter.com/besQKwW3AW— LoL Esports (@lolesports) March 1, 2021 Eins og áður segir hefst fyrsti leikur á morgun klukkan 13:00 og Stöð 2 eSport mun sýna frá mótinu. Leikir dagsins 6. maí 13:00 | DWG - C9 14:00 | Infinity Esports - DetonatioN FocusMe 15:00 | Pentanet.GG - Royal Never Give Up 16:00 | Pentanet.GG - Unicorns Of Love 17:00 | PaiN Gaming - Istanbul Wildcats 18:00 | PSG Talon - MAD Lions
13:00 | DWG - C9 14:00 | Infinity Esports - DetonatioN FocusMe 15:00 | Pentanet.GG - Royal Never Give Up 16:00 | Pentanet.GG - Unicorns Of Love 17:00 | PaiN Gaming - Istanbul Wildcats 18:00 | PSG Talon - MAD Lions
Leikjavísir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira