Samkeppni um Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 5. maí 2021 11:00 Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun