Opið bréf til menntamálaráðherra: Fagþekkingin liggur hjá okkur Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar 28. apríl 2021 09:01 „Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms. Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu ásamt ráðherra undir samkomulag byggt á þessari vinnu. Ný reglugerð án samráðs Ári síðar kynnti ráðuneytið nýja reglugerð, byggða á markmiðum samkomulagsins, um vinnustaðanám nemenda í iðn- og tækninámi. Reglugerðin var kynnt án nokkurs samráðs við iðnfélögin, þvert á fyrri fyrirheit. Með reglugerðinni, sem tekur gildi í sumarlok, færist ábyrgðin á því að komast á námssamning frá nemendunum sjálfum yfir á skólana og skólarnir ábyrgjast að allir sem innritast í iðnnám komist hnökralaust í gegnum námið. Ef skólunum tekst ekki að koma nema á samning hjá iðnmeistara tekur svokölluð skólaleið við. Í henni felst að skólinn sér til þess að neminn fái þjálfun, jafnvel á fleiri en einum vinnustað. Við þessa breytingu er útlit fyrir að nemendum, sem ekki komast á hefðbundinn samning, verði gert að vinna kauplaust fyrir fyrirtæki. Með þessu er verið að ryðja braut félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði ― í boði menntamálaráðherra. Iðnnemar hafa alla tíð fengið greitt fyrir sína vinnu á meðan á námssamningi eða starfsþjálfun stendur. Fulltrúum iðnfélaganna voru kynnt drög að reglugerðinni í desember og þau skiluðu í kjölfarið sameiginlegri umsögn. Þar var farið yfir ýmis brýn álitamál, svo sem um innleiðingu rafrænnar ferilbókar sem kynnt er til leiks í reglugerðinni, mikilvæg samræmis á milli námsleiða og jafnræðis á milli fyrirtækja, sem ýmist greiða starfsnemum laun fyrir vinnu sína eða ekki eftir því hvor leiðin er farin. Reglugerðin gerir loks ráð fyrir því að horft verði til hæfni nemans fremur en vikufjölda við ákvörðun um lengd vinnustaðanámsins. Slíka grundvallarbreytingu þarf að hugsa til enda. Iðnfélögin fái rödd við borðið Iðnfélögin fagna allri vinnu sem miðar að því að styrkja iðn- og tækninám og viðleitni stjórnvalda til að fækka hindrunum og auka aðgengi að náminu. Nauðsynlegt er til frambúðar að tryggja fullnægjandi gæði námsins og eftirlit. Þar fara hagsmunir allra saman. Enginn þekkir betur en starfandi iðnaðarmenn hvaða færni nemendur í iðngreinum þurfa að tileinka sér. Þeir lifa og hrærast í faginu; hafa þekkingu á réttu handbragði, efnisvali og tæknilegum nýjungum, svo fátt eitt sé nefnt. Meistarakerfið hefur gegnt lykilhlutverki í menntun iðn- og tækninema á Íslandi og skilað þjóðinni iðnaðarmönnum í fremstu röð. Það er hinn almenni iðnaðarmaður sem tekur nema undir sinn verndarvæng á verkstað og leiðbeinir honum. Hætta er á að undan því kerfi verði grafið og fagmennsku fórnað, ef ekki er vandað betur til verka þegar kemur að breytingum. Það er af þessum sökum sem mikilvægt er að iðnfélögin fái rödd þar sem ákvarðanir um grundvallarbreytingar á námsfyrirkomulagi iðn- og tækninema eru teknar. Menntamálaráðherra hefur nú loksins, á lokametrum vinnunnar og þegar búið er að breyta fyrirkomulaginu með reglugerð, hleypt fulltrúum iðnaðarmanna að borðinu. Fagfélögunum á Stórhöfða 29-31 hefur verið boðið að leggja til fulltrúa í hópa sem eiga að undirbúa innleiðingu reglugerðarinnar. Það er ánægjuefni, enda er í mörg horn að líta. Iðnfélögin sinna hagsmunagæslu fyrir um 20 þúsund menntaða iðnaðarmenn og -konur á Íslandi. Það er löngu tímabært að fulltrúar þessa stóra og mikilvæga hóps komi með beinum hætti að mótun þessarar vinnu við framtíðarmótun iðnnáms á Íslandi. Höfundur er formaður MATVÍS, fyrir hönd stéttarfélaga í iðn- og tæknigreinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms. Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu ásamt ráðherra undir samkomulag byggt á þessari vinnu. Ný reglugerð án samráðs Ári síðar kynnti ráðuneytið nýja reglugerð, byggða á markmiðum samkomulagsins, um vinnustaðanám nemenda í iðn- og tækninámi. Reglugerðin var kynnt án nokkurs samráðs við iðnfélögin, þvert á fyrri fyrirheit. Með reglugerðinni, sem tekur gildi í sumarlok, færist ábyrgðin á því að komast á námssamning frá nemendunum sjálfum yfir á skólana og skólarnir ábyrgjast að allir sem innritast í iðnnám komist hnökralaust í gegnum námið. Ef skólunum tekst ekki að koma nema á samning hjá iðnmeistara tekur svokölluð skólaleið við. Í henni felst að skólinn sér til þess að neminn fái þjálfun, jafnvel á fleiri en einum vinnustað. Við þessa breytingu er útlit fyrir að nemendum, sem ekki komast á hefðbundinn samning, verði gert að vinna kauplaust fyrir fyrirtæki. Með þessu er verið að ryðja braut félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði ― í boði menntamálaráðherra. Iðnnemar hafa alla tíð fengið greitt fyrir sína vinnu á meðan á námssamningi eða starfsþjálfun stendur. Fulltrúum iðnfélaganna voru kynnt drög að reglugerðinni í desember og þau skiluðu í kjölfarið sameiginlegri umsögn. Þar var farið yfir ýmis brýn álitamál, svo sem um innleiðingu rafrænnar ferilbókar sem kynnt er til leiks í reglugerðinni, mikilvæg samræmis á milli námsleiða og jafnræðis á milli fyrirtækja, sem ýmist greiða starfsnemum laun fyrir vinnu sína eða ekki eftir því hvor leiðin er farin. Reglugerðin gerir loks ráð fyrir því að horft verði til hæfni nemans fremur en vikufjölda við ákvörðun um lengd vinnustaðanámsins. Slíka grundvallarbreytingu þarf að hugsa til enda. Iðnfélögin fái rödd við borðið Iðnfélögin fagna allri vinnu sem miðar að því að styrkja iðn- og tækninám og viðleitni stjórnvalda til að fækka hindrunum og auka aðgengi að náminu. Nauðsynlegt er til frambúðar að tryggja fullnægjandi gæði námsins og eftirlit. Þar fara hagsmunir allra saman. Enginn þekkir betur en starfandi iðnaðarmenn hvaða færni nemendur í iðngreinum þurfa að tileinka sér. Þeir lifa og hrærast í faginu; hafa þekkingu á réttu handbragði, efnisvali og tæknilegum nýjungum, svo fátt eitt sé nefnt. Meistarakerfið hefur gegnt lykilhlutverki í menntun iðn- og tækninema á Íslandi og skilað þjóðinni iðnaðarmönnum í fremstu röð. Það er hinn almenni iðnaðarmaður sem tekur nema undir sinn verndarvæng á verkstað og leiðbeinir honum. Hætta er á að undan því kerfi verði grafið og fagmennsku fórnað, ef ekki er vandað betur til verka þegar kemur að breytingum. Það er af þessum sökum sem mikilvægt er að iðnfélögin fái rödd þar sem ákvarðanir um grundvallarbreytingar á námsfyrirkomulagi iðn- og tækninema eru teknar. Menntamálaráðherra hefur nú loksins, á lokametrum vinnunnar og þegar búið er að breyta fyrirkomulaginu með reglugerð, hleypt fulltrúum iðnaðarmanna að borðinu. Fagfélögunum á Stórhöfða 29-31 hefur verið boðið að leggja til fulltrúa í hópa sem eiga að undirbúa innleiðingu reglugerðarinnar. Það er ánægjuefni, enda er í mörg horn að líta. Iðnfélögin sinna hagsmunagæslu fyrir um 20 þúsund menntaða iðnaðarmenn og -konur á Íslandi. Það er löngu tímabært að fulltrúar þessa stóra og mikilvæga hóps komi með beinum hætti að mótun þessarar vinnu við framtíðarmótun iðnnáms á Íslandi. Höfundur er formaður MATVÍS, fyrir hönd stéttarfélaga í iðn- og tæknigreinum á Íslandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun