Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 13:30 Fimleikastelpur úr Gerplu stilla sér hér upp fyrir ljósmyndarann. Fésbókin/Íþróttafélagið Gerpla Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins. Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan. Fimleikar Kópavogur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan.
Fimleikar Kópavogur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira