Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 11:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknir. Lögreglan Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hugsanleg tengsl væru milli bólusetningar með efninu og sjaldgæfra blóðtappa. Þá er farið fram á að óvenjulegir blóðtappar með blóðflögufæð verði skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun efnisins. Beðið var með notkun þess hér á landi á meðan athugun EMA stóð yfir en dreifing þess er nú hafin á ný í Evrópu. Kamilla sagði að fyrirliggjandi gögn bendi til að blóðtappatilfellin séu mjög sjaldgæf og enn fátíðari en í tilviki bóluefnis AstraZeneca. Þó beri að taka mið af því að færri hafi fengið efni Janssen fram að þessu. Þá bætti hún við að ekki liggi fyrir nógu margar tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með Janssen til meta hvort ákveðnir aldurshópar eða kyn sé í aukinni áhættu. Kamilla sagði enn fremur ljóst að ávinningur af notkun efnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Rannsóknir standa nú yfir á bólusetningu barna gegn kórónuveirunni og er fyrst von á niðurstöðum úr rannsókn Pfizer sem nær til barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Kamilla á von á því að bóluefni muni fá markaðsleyfi til notkunar hjá börnum að loknum fullnægjandi rannsóknum. Í kjölfarið verði byrjað að bjóða börnum í áhættuhópum í bólusetningu hér á landi. Notkun AstraZeneca miðist við íslenskar forsendur Aðspurð um það hvers vegna Íslendingar fari ekki sömu leið og Norðmenn sem hafa stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins í kjölfar tilkynninga um sjaldgæfa blóðtappa sagði Kamilla að ekki hafi sést dæmi um alvarleg tilfelli hér. „Í Noregi hafa þeir séð tilfelli sem eru mjög alvarleg og í hærri tíðni heldur en aðrar þjóðir og þeir verða að taka sínar ákvarðanir byggðar á sinni reynslu og við tökum þær byggt á okkar reynslu og gögnum annars staðar frá,“ sagði Kamilla. Hún bætti við að hér hafi verið ákveðið að fara þá leið að gefa þeim sem hafa mögulega aukna áhættu annað bóluefni. „Það er ekki svo að áhættan sé svo mikil að þetta sé gagnslaust bóluefni. Áhættan af því að fá alvarlega Covid-sýkingu er áfram miklu miklu meiri heldur en áhættan af þessum blóðtöppum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti jafnframt á að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Hér hefur verið miðað við að bóluefnið verði notað til að bólusetja einstaklinga sem hafa náð 60 ára aldri og sagði Kamilla líklegt að aldursmörkin verði færð neðar. Greint var frá því í morgun að Ísland myndi fá sextán þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Noregi. Kamilla telur ólíklegt að þörf verði á því að fá fleiri skammta að láni þar sem grænt ljós hafi nú fengist á notkun Janssen efnisins en sagði ákvörðunina liggja hjá heilbrigðisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hugsanleg tengsl væru milli bólusetningar með efninu og sjaldgæfra blóðtappa. Þá er farið fram á að óvenjulegir blóðtappar með blóðflögufæð verði skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun efnisins. Beðið var með notkun þess hér á landi á meðan athugun EMA stóð yfir en dreifing þess er nú hafin á ný í Evrópu. Kamilla sagði að fyrirliggjandi gögn bendi til að blóðtappatilfellin séu mjög sjaldgæf og enn fátíðari en í tilviki bóluefnis AstraZeneca. Þó beri að taka mið af því að færri hafi fengið efni Janssen fram að þessu. Þá bætti hún við að ekki liggi fyrir nógu margar tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með Janssen til meta hvort ákveðnir aldurshópar eða kyn sé í aukinni áhættu. Kamilla sagði enn fremur ljóst að ávinningur af notkun efnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Rannsóknir standa nú yfir á bólusetningu barna gegn kórónuveirunni og er fyrst von á niðurstöðum úr rannsókn Pfizer sem nær til barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Kamilla á von á því að bóluefni muni fá markaðsleyfi til notkunar hjá börnum að loknum fullnægjandi rannsóknum. Í kjölfarið verði byrjað að bjóða börnum í áhættuhópum í bólusetningu hér á landi. Notkun AstraZeneca miðist við íslenskar forsendur Aðspurð um það hvers vegna Íslendingar fari ekki sömu leið og Norðmenn sem hafa stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins í kjölfar tilkynninga um sjaldgæfa blóðtappa sagði Kamilla að ekki hafi sést dæmi um alvarleg tilfelli hér. „Í Noregi hafa þeir séð tilfelli sem eru mjög alvarleg og í hærri tíðni heldur en aðrar þjóðir og þeir verða að taka sínar ákvarðanir byggðar á sinni reynslu og við tökum þær byggt á okkar reynslu og gögnum annars staðar frá,“ sagði Kamilla. Hún bætti við að hér hafi verið ákveðið að fara þá leið að gefa þeim sem hafa mögulega aukna áhættu annað bóluefni. „Það er ekki svo að áhættan sé svo mikil að þetta sé gagnslaust bóluefni. Áhættan af því að fá alvarlega Covid-sýkingu er áfram miklu miklu meiri heldur en áhættan af þessum blóðtöppum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti jafnframt á að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Hér hefur verið miðað við að bóluefnið verði notað til að bólusetja einstaklinga sem hafa náð 60 ára aldri og sagði Kamilla líklegt að aldursmörkin verði færð neðar. Greint var frá því í morgun að Ísland myndi fá sextán þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Noregi. Kamilla telur ólíklegt að þörf verði á því að fá fleiri skammta að láni þar sem grænt ljós hafi nú fengist á notkun Janssen efnisins en sagði ákvörðunina liggja hjá heilbrigðisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56