Oddur Eysteinn er múltimilljóner eins og staðan er í dag Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2021 16:04 Oddur Eysteinn veltir því nú fyrir sér hvað hann getur gert fyrir 900 milljónir króna. Sem er eflaust eitt og annað. aðsend Oddur Eysteinn Friðriksson gjörningalistamaður fékk að sögn óvænt 900 milljónir inná reikning sinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt. Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt.
Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira