Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 19. apríl 2021 06:01 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. Og flokkarnir þrír sem hana mynda njóta allir aukins fylgis á meðan stjórnarandstöðunni fatast flugið. Víða um veröld hafa ríkisstjórnir hrasað í sóttinni en hér styrkir hún stöðu sína og virðist sigla hraustan byr í aðdraganda kosninga í haust. Fyrir margra hluta sakir er það merkileg staða. Í fyrri greinum hef ég bent á sérkenni þingkjörsins nú, að eitt einstakt mál yfirskyggi önnur – sem sé farsóttin og viðbrögðin við henni. Enn sem komið er alla vega. Upptaktur kosningabaráttunnar nú kemur ofan í átökin um afléttingu þeirra sveru sóttvarnaráðstafana sem settar hafa verið í landinu. Því hefur um allnokkra hríð blasað við að stjórnmálin muni hverfast um afléttinguna. Og sannarlega sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Hvort við verðum komin út úr fárinu þegar kemur að kosningum í september verður svo bara að koma í ljós. Hálfvelgja Ekki síst sökum þess að sóttin yfirskyggir enn alla umræðu er eftirtektarvert hvað stjórnarandstöðuflokkarnir hafa flestir verið vaklandi í máli málanna. Svo mjög raunar að stefna þeirra virðist hálfvelgjuleg – jafnvel hulin kjósendum. Enn sem komið er hefur enginn stjórnarandstöðuflokkur stigið fram af neinu merkjanlegu afli og boðið upp á skýran valkost við stjórnarstefnuna. Sem fyrr segir hafa andstöðuöfl víða náð að blóðga stjórnvöld heima fyrir en hérlendis hefur stjórnarandstaðan ekki náð vopnum sínum. Virðist vart vita í hvað átt skuli halda. Slegið er í og úr. Því er kannski ekki að undra að kjósendur líti fremur til stjórnarflokkanna. Stjórn og stjórnarandstaða – sama flokks Og þá komum við að því athyglisverða. Hérlendis er staðan sú að ríkisstjórnin hefur í raun séð landinu fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnamálinu. Ríkisstjórnin teygir sig yfir ansi breitt svið þegar kemur að samfélagsskoðunum.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er óvanalega samsett. Flokkarnir á sitt hvorum efnahagsstefnuásnum, VG til vinstri og Sjálfstæðisflokkur til hægri, náðu saman með Framsóknarflokki sem vegur salt á milli þeirra – eða er kannski fremur eins og einhvers konar tengistykki á milli þeirra. Með öðrum orðum þá teygir þessi stjórn sig yfir ansi breitt belti ólíkra samfélagsskoðana. Þvingunarvist Þessi sérkennilega staða – að ríkisstjórnin sjálf sjái þjóðinn fyrir bæði stjórnarstefnu sem og andstöðu við hana – opinberaðist í deilunum um sóttvarnarhúsið sem kom upp í byrjun mánaðar. Sóttvarnahótelið við Þórunnartún þar sem allir komufarþegar frá rauðum löndum áttu að gista í fimm nætur. Þar til í ljós kom að aðgerðir stjórnvalda stóðust ekki lög.Vísir/Egill Framan af fárinu ríkti sæmileg sátt um þær íþyngjandi ráðstafanir sem ráðist var í til að stemma útbreiðslu sóttarinnar. Svo mikil var sáttin raunar, að gagnrýnisraddir á aðþrengingu borgaralegra réttinda hafa verið mjóróma og satt að segja stundum hreint og beint þaggaðar niður. Í lýðræðisríki er eigi að síður brýnt að stjórnvöldum sé sýnt aðhald og að kjósendum sé boðið upp á valkost við stjórnarstefnuna. Það á ekki síður við á krísutíð sem á lygnari tímum. Jafnvel má segja að það sé beinlínis meginhlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Rofin þjóðarsátt Og svo gerðist það semsé, að heilbrigðisráðherra setti reglugerð um þvingunarvist fólks í sóttvarnarhúsi, jafnvel þótt fyrir því væri ekki lagaheimild. Í fyrsta sinn í fárinu brast þjóðarsamstaðan illilega og háværar deilur risu. Dómstólar gerðu ríkisstjórnina og önnur sóttarnaryfirvöld afturreka. Þau hafi gerst ber að heimildarlausri frelsissviftingu borgaranna. Hér var skyndilega komið dauðafæri fyrir stjórnarandstöðuflokkanna – sem þeir nýttu ekki. Vissulega mótmæltu ýmsir fulltrúar hennar framgöngu stjórnarinnar í málinu en þeir gerðu það nú samt ekkert sérlega kröftuglega. Línurnar skiptust um það bil svona. Píratar og Viðreisn gengu lengst í samt hóflegri gagnrýni sinni og töldu að fara hefði átt mildari leið. Samfylking átaldi stjórnina einkum fyrir að hafa sett reglugerðina án lagaheimildar en bauðst til þess að aðstoða við að koma slíkri heimild á með nýjum lögum. Með öðrum orðum sá Samfylkingin ekkert athugavert við þvingunarvistina svona út af fyrir sig. Miðflokkur sakaði stjórnina einkum fyrir seinagang við bólusetningu en Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur stilltu sér upp strangari megin við stjórnvöld. Með þetta í huga skulum við næst snúa okkur að fylgi flokkanna í nýrri könnun Maskínu. Aprílfylgið Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur prósentustigum í aprílkönnun Maskínu og mælist nú með 23,8 prósent fylgi. Hér hygg ég að hann njóti þeirrar einkennilegu stöðu að standa samtímis að ströngum sóttvarnaraðgerðum – þeirra á meðal þvingunarvistuninni í sóttvarnarhúsi – og um leið að gagnrýna sömu eigin ráðstafanir manna mest. Það voru nefnilega einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem harðast gagnrýndu eigin stjórn í málinu. Mun harðar en nokkur stjórnarandstöðuflokkur. Ljóst er að vaxandi hópur hefur áhyggjur af þeirri frelsisskerðingu sem orðið hefur almenn og viðurkennd með sóttvarnarráðstöfunum. Og jafnvel þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að því að setja þær þá eru það sem sé líka fulltrúar hans sem helst tala til þeirra sem vilja með atkvæði sínu fremur leggja áherslu á frelsi en stífar sóttvarnir. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan ekki aðeins vera að klemmast á milli ríkisstjórnarflokkanna þriggja heldur eiginlega á milli ólíkra arma eins þeirra, Sjálfstæðisflokksins. VG í góðum málum Í herbúðum Vinstri grænna höfðu menn búið sig undir að fylgið myndi dala í aðdraganda kosninga, líkt og hefðbundið er með stjórnarflokka og yfirleitt hafa verið örlög vinstri flokka í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. En liðsmenn VG fagna nú tveggja prósentustiga fylgisaukningu á milli kannana, fara úr 13,2 prósentum í 15,2. Álagið hefur verið mikið á ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur. Hún getur þó glaðst yfir nýjum tölum í könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Sæl Framsókn Fylgisaukning Framsóknar er minnst stjórnarflokkanna, fer úr 10,9 prósent í 11,1 á milli kannanna. En Framsókn má vel við una. Í síðustu fimm mánaðarlegum könnunum Maskínu hefur flokkurinn stöðugt notið sígandi lukku, frá því að mælast með aðeins átta prósent í desember síðastliðnum. Ásmundur Einar og félagar í Framsókn mega vel við una.Vísir/Vilhelm Samfylking í sárum Eins og áður segir fatast flestum stjórnarandstöðuflokkunum flugið, líkast til af framangreindum ástæðum. Vandi Samfylkingarinnar er mestur en hún hefur gloprað frá sér fimm prósentustigum í fylgi frá því í desember þegar hún mældist með 17,9 prósent. Á milli mánaða fellur hún nú um nálega prósentustig, fer úr 13,7 prósent í mars í 12,8 prósent nú. Loga Einarssyni og félögum í Samfylkingunni er nokkur vandi á höndum ef marka má nýja könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Samfylkingin glímir við sívaxandi sjálfsmyndarvanda og virðist eiga örðugt með að fóta sig í flokkakerfinu. Um leið er orðið þokukenndara fyrir nákvæmlega hvað hún stendur í íslenskum stjórnmálum. Þessi innanmein hafa leitt til háværra heimiliserja og á tíðum til hreinna og beinna bræðravíga á opinberum vettvangi. Píratar og Viðreisn á prýðilegu róli Píratar standa mun sterkar. Þótt þeir mælist með ögn minna fylgi en fyrir mánuði, standa nú 11,1 prósenti þá hefur flokkurinn heldur bætt við sig frá því í janúar þegar þeir mældust með 10,5 prósent. Fylgi Pírata breytist lítið á milli kannana.Vísir/Vilhelm Viðreisn siglir svipaðan byr og mælist nú með 11,5 prósent. Ögn minna en fyrir mánuði en samt sjónarmun hærra en í desemberkönnuninni. Missir Miðflokks Í upphafi kosningabaráttunnar stóð Miðflokkur nokkurn vegin jafnfætis Framsóknarflokki, móðurflokknum sem hann klofnaði út úr. Mældist þá með 7,3 prósent á meðan Framsókn mældist með átta prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar í Miðflokknum eru komnir í bullandi fallbaráttu.Vísir/Vilhelm Ég lýsti í fyrri grein að Miðflokkurinn ætti að eygja fín sóknarfæri í aðdraganda kosninga. Eigi að síður hefur gliðnað á milli flokkanna og Miðflokkur fellur nú niður í 5,3 prósent. Er því kominn í bullandi fallhættu. Sósíalistum fatast flugið Ég hef áður nefnt í þessum greinum að áhugaverðasta baráttan yrði eflaust á milli Flokks fólksins og Sósíalista, sem keppa um hylli svipaðs mengis kjósenda. Báðir flokkar hafa verið mælast nálgæt fimm prósenta þröskuldinum sem skilur milli lífs og dauða í íslenskum stjórnmálum. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir/Frosti Framan af kosningabaráttunni virtust Sósíalistar ætla að hafa vinninginn og sigla seglum þöndum inn á þing. En nú virðist byrinn hafa brugðist og Sósíalistar falla langt undir þröskuld og mælast nú með aðeins 4.1 prósent fylgi. Hafa því glatað meira en fimmtung fylgis á milli mánaða, frá því að mælast með 5,7 prósent. Flokkur fólksins réttir úr kútnum Í könnuninni skríður Flokkur fólksins hins vegar upp í fimm prósentin og myndi því haldast inn á þingi. Inga Sæland og Flokkur fólksins mælist inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Sósíalistar virðast hafa ætlað sér að mæta með látum inn í umræðuna og að láta kosningarnar snúast um harða stéttabaráttu. Farsóttin hefur hins vegar yfirskyggt allt og undangenginn mánuð hafa Sósíalistar staðsett sig á strangari hlið sóttvarna. En þar eru jú margir á fleti fyrir, svo sem Vinstri Grænir sem leitt hafa málið. Athafnarými Sósíalista hefur því minnkað til muna. Samt galopin staða Í þessum greinum hefur mér orðið tíðrætt um að farsóttin haldi niðri umræðu um önnur mál sem komast ekki inn á svið þjóðmálanna. Þetta kann þó að breytast eftir því sem bólusetningu þjóðarinnar vindur fram og nær dregur kosningum. Því er enn þá allt opið í íslenskum stjórnmálum og staða flokkanna getur gjörbreyst á augabragði. Misserið fram undan getur því orðið bráðspennandi. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Og flokkarnir þrír sem hana mynda njóta allir aukins fylgis á meðan stjórnarandstöðunni fatast flugið. Víða um veröld hafa ríkisstjórnir hrasað í sóttinni en hér styrkir hún stöðu sína og virðist sigla hraustan byr í aðdraganda kosninga í haust. Fyrir margra hluta sakir er það merkileg staða. Í fyrri greinum hef ég bent á sérkenni þingkjörsins nú, að eitt einstakt mál yfirskyggi önnur – sem sé farsóttin og viðbrögðin við henni. Enn sem komið er alla vega. Upptaktur kosningabaráttunnar nú kemur ofan í átökin um afléttingu þeirra sveru sóttvarnaráðstafana sem settar hafa verið í landinu. Því hefur um allnokkra hríð blasað við að stjórnmálin muni hverfast um afléttinguna. Og sannarlega sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Hvort við verðum komin út úr fárinu þegar kemur að kosningum í september verður svo bara að koma í ljós. Hálfvelgja Ekki síst sökum þess að sóttin yfirskyggir enn alla umræðu er eftirtektarvert hvað stjórnarandstöðuflokkarnir hafa flestir verið vaklandi í máli málanna. Svo mjög raunar að stefna þeirra virðist hálfvelgjuleg – jafnvel hulin kjósendum. Enn sem komið er hefur enginn stjórnarandstöðuflokkur stigið fram af neinu merkjanlegu afli og boðið upp á skýran valkost við stjórnarstefnuna. Sem fyrr segir hafa andstöðuöfl víða náð að blóðga stjórnvöld heima fyrir en hérlendis hefur stjórnarandstaðan ekki náð vopnum sínum. Virðist vart vita í hvað átt skuli halda. Slegið er í og úr. Því er kannski ekki að undra að kjósendur líti fremur til stjórnarflokkanna. Stjórn og stjórnarandstaða – sama flokks Og þá komum við að því athyglisverða. Hérlendis er staðan sú að ríkisstjórnin hefur í raun séð landinu fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnamálinu. Ríkisstjórnin teygir sig yfir ansi breitt svið þegar kemur að samfélagsskoðunum.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er óvanalega samsett. Flokkarnir á sitt hvorum efnahagsstefnuásnum, VG til vinstri og Sjálfstæðisflokkur til hægri, náðu saman með Framsóknarflokki sem vegur salt á milli þeirra – eða er kannski fremur eins og einhvers konar tengistykki á milli þeirra. Með öðrum orðum þá teygir þessi stjórn sig yfir ansi breitt belti ólíkra samfélagsskoðana. Þvingunarvist Þessi sérkennilega staða – að ríkisstjórnin sjálf sjái þjóðinn fyrir bæði stjórnarstefnu sem og andstöðu við hana – opinberaðist í deilunum um sóttvarnarhúsið sem kom upp í byrjun mánaðar. Sóttvarnahótelið við Þórunnartún þar sem allir komufarþegar frá rauðum löndum áttu að gista í fimm nætur. Þar til í ljós kom að aðgerðir stjórnvalda stóðust ekki lög.Vísir/Egill Framan af fárinu ríkti sæmileg sátt um þær íþyngjandi ráðstafanir sem ráðist var í til að stemma útbreiðslu sóttarinnar. Svo mikil var sáttin raunar, að gagnrýnisraddir á aðþrengingu borgaralegra réttinda hafa verið mjóróma og satt að segja stundum hreint og beint þaggaðar niður. Í lýðræðisríki er eigi að síður brýnt að stjórnvöldum sé sýnt aðhald og að kjósendum sé boðið upp á valkost við stjórnarstefnuna. Það á ekki síður við á krísutíð sem á lygnari tímum. Jafnvel má segja að það sé beinlínis meginhlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Rofin þjóðarsátt Og svo gerðist það semsé, að heilbrigðisráðherra setti reglugerð um þvingunarvist fólks í sóttvarnarhúsi, jafnvel þótt fyrir því væri ekki lagaheimild. Í fyrsta sinn í fárinu brast þjóðarsamstaðan illilega og háværar deilur risu. Dómstólar gerðu ríkisstjórnina og önnur sóttarnaryfirvöld afturreka. Þau hafi gerst ber að heimildarlausri frelsissviftingu borgaranna. Hér var skyndilega komið dauðafæri fyrir stjórnarandstöðuflokkanna – sem þeir nýttu ekki. Vissulega mótmæltu ýmsir fulltrúar hennar framgöngu stjórnarinnar í málinu en þeir gerðu það nú samt ekkert sérlega kröftuglega. Línurnar skiptust um það bil svona. Píratar og Viðreisn gengu lengst í samt hóflegri gagnrýni sinni og töldu að fara hefði átt mildari leið. Samfylking átaldi stjórnina einkum fyrir að hafa sett reglugerðina án lagaheimildar en bauðst til þess að aðstoða við að koma slíkri heimild á með nýjum lögum. Með öðrum orðum sá Samfylkingin ekkert athugavert við þvingunarvistina svona út af fyrir sig. Miðflokkur sakaði stjórnina einkum fyrir seinagang við bólusetningu en Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur stilltu sér upp strangari megin við stjórnvöld. Með þetta í huga skulum við næst snúa okkur að fylgi flokkanna í nýrri könnun Maskínu. Aprílfylgið Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur prósentustigum í aprílkönnun Maskínu og mælist nú með 23,8 prósent fylgi. Hér hygg ég að hann njóti þeirrar einkennilegu stöðu að standa samtímis að ströngum sóttvarnaraðgerðum – þeirra á meðal þvingunarvistuninni í sóttvarnarhúsi – og um leið að gagnrýna sömu eigin ráðstafanir manna mest. Það voru nefnilega einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem harðast gagnrýndu eigin stjórn í málinu. Mun harðar en nokkur stjórnarandstöðuflokkur. Ljóst er að vaxandi hópur hefur áhyggjur af þeirri frelsisskerðingu sem orðið hefur almenn og viðurkennd með sóttvarnarráðstöfunum. Og jafnvel þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að því að setja þær þá eru það sem sé líka fulltrúar hans sem helst tala til þeirra sem vilja með atkvæði sínu fremur leggja áherslu á frelsi en stífar sóttvarnir. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan ekki aðeins vera að klemmast á milli ríkisstjórnarflokkanna þriggja heldur eiginlega á milli ólíkra arma eins þeirra, Sjálfstæðisflokksins. VG í góðum málum Í herbúðum Vinstri grænna höfðu menn búið sig undir að fylgið myndi dala í aðdraganda kosninga, líkt og hefðbundið er með stjórnarflokka og yfirleitt hafa verið örlög vinstri flokka í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. En liðsmenn VG fagna nú tveggja prósentustiga fylgisaukningu á milli kannana, fara úr 13,2 prósentum í 15,2. Álagið hefur verið mikið á ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur. Hún getur þó glaðst yfir nýjum tölum í könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Sæl Framsókn Fylgisaukning Framsóknar er minnst stjórnarflokkanna, fer úr 10,9 prósent í 11,1 á milli kannanna. En Framsókn má vel við una. Í síðustu fimm mánaðarlegum könnunum Maskínu hefur flokkurinn stöðugt notið sígandi lukku, frá því að mælast með aðeins átta prósent í desember síðastliðnum. Ásmundur Einar og félagar í Framsókn mega vel við una.Vísir/Vilhelm Samfylking í sárum Eins og áður segir fatast flestum stjórnarandstöðuflokkunum flugið, líkast til af framangreindum ástæðum. Vandi Samfylkingarinnar er mestur en hún hefur gloprað frá sér fimm prósentustigum í fylgi frá því í desember þegar hún mældist með 17,9 prósent. Á milli mánaða fellur hún nú um nálega prósentustig, fer úr 13,7 prósent í mars í 12,8 prósent nú. Loga Einarssyni og félögum í Samfylkingunni er nokkur vandi á höndum ef marka má nýja könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Samfylkingin glímir við sívaxandi sjálfsmyndarvanda og virðist eiga örðugt með að fóta sig í flokkakerfinu. Um leið er orðið þokukenndara fyrir nákvæmlega hvað hún stendur í íslenskum stjórnmálum. Þessi innanmein hafa leitt til háværra heimiliserja og á tíðum til hreinna og beinna bræðravíga á opinberum vettvangi. Píratar og Viðreisn á prýðilegu róli Píratar standa mun sterkar. Þótt þeir mælist með ögn minna fylgi en fyrir mánuði, standa nú 11,1 prósenti þá hefur flokkurinn heldur bætt við sig frá því í janúar þegar þeir mældust með 10,5 prósent. Fylgi Pírata breytist lítið á milli kannana.Vísir/Vilhelm Viðreisn siglir svipaðan byr og mælist nú með 11,5 prósent. Ögn minna en fyrir mánuði en samt sjónarmun hærra en í desemberkönnuninni. Missir Miðflokks Í upphafi kosningabaráttunnar stóð Miðflokkur nokkurn vegin jafnfætis Framsóknarflokki, móðurflokknum sem hann klofnaði út úr. Mældist þá með 7,3 prósent á meðan Framsókn mældist með átta prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar í Miðflokknum eru komnir í bullandi fallbaráttu.Vísir/Vilhelm Ég lýsti í fyrri grein að Miðflokkurinn ætti að eygja fín sóknarfæri í aðdraganda kosninga. Eigi að síður hefur gliðnað á milli flokkanna og Miðflokkur fellur nú niður í 5,3 prósent. Er því kominn í bullandi fallhættu. Sósíalistum fatast flugið Ég hef áður nefnt í þessum greinum að áhugaverðasta baráttan yrði eflaust á milli Flokks fólksins og Sósíalista, sem keppa um hylli svipaðs mengis kjósenda. Báðir flokkar hafa verið mælast nálgæt fimm prósenta þröskuldinum sem skilur milli lífs og dauða í íslenskum stjórnmálum. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir/Frosti Framan af kosningabaráttunni virtust Sósíalistar ætla að hafa vinninginn og sigla seglum þöndum inn á þing. En nú virðist byrinn hafa brugðist og Sósíalistar falla langt undir þröskuld og mælast nú með aðeins 4.1 prósent fylgi. Hafa því glatað meira en fimmtung fylgis á milli mánaða, frá því að mælast með 5,7 prósent. Flokkur fólksins réttir úr kútnum Í könnuninni skríður Flokkur fólksins hins vegar upp í fimm prósentin og myndi því haldast inn á þingi. Inga Sæland og Flokkur fólksins mælist inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu.Vísir/Vilhelm Sósíalistar virðast hafa ætlað sér að mæta með látum inn í umræðuna og að láta kosningarnar snúast um harða stéttabaráttu. Farsóttin hefur hins vegar yfirskyggt allt og undangenginn mánuð hafa Sósíalistar staðsett sig á strangari hlið sóttvarna. En þar eru jú margir á fleti fyrir, svo sem Vinstri Grænir sem leitt hafa málið. Athafnarými Sósíalista hefur því minnkað til muna. Samt galopin staða Í þessum greinum hefur mér orðið tíðrætt um að farsóttin haldi niðri umræðu um önnur mál sem komast ekki inn á svið þjóðmálanna. Þetta kann þó að breytast eftir því sem bólusetningu þjóðarinnar vindur fram og nær dregur kosningum. Því er enn þá allt opið í íslenskum stjórnmálum og staða flokkanna getur gjörbreyst á augabragði. Misserið fram undan getur því orðið bráðspennandi. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45
Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30