Peugeot e-208 - Virkilega heillandi rafsnattari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. apríl 2021 07:00 Peugeot e-208 er reffilegur að framan með mjúkar hliðarlínur. Peugeot e-208 er fimm manna rafhlaðbakur frá Peugeot sem þegar hefur fengið sæmdarheitið bíll ársins í Evrópu árið 2020. Ásamt því að vera besti innflutti bíllinn í Japan í fyrra. Bíllinn er smár en knár, hann er ekta snattari og heillaði verulega í reynsluakstrinum. Hann er vel úthugsaður en á sama tíma alls ekki flókinn. Hann er sportlegur og smekklegur á sama tíma og afar þéttur. Framendinn á Peugeot e-208 einkennist af skörpum línum. Útlit Það er grimmilegur svipur á honum, framendinn er reffilegur og skarpur. Hliðar bílsins eru mýkri og blíðari. Línurnar í hliðunum gera það að verkum að bíllinn virkar eins og hann sé á ferðinni, þegar hann stendur kyrr. Svart þakið ásamt svörtum brettum og svartri svuntu á afturenda gera mikið fyrir útlit bílsins að mati blaðamanns. Hann verður sportlegri en ef hann væri einlitur, að því sögðu er svartur e-208 í sýningarsal Brimborgar sem er afskaplega fallegur ásýndar. Peugeot e-208. Aksturseiginleikar Hægt er að segja bílinn í Eco, Normal og Sport akstursstillingar. Í Sport stillingunni er hann 8,1 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Það eru því augljóslega fljótari bílar þarna úti, Tesla Model 3 sem dæmi. Hröðunin sem e-208 býr yfir er mjög góð í þeim skilningi að hún samsvarar sér vel við bílinn. Þegar kemur að akstri er hann þýðir og góður. Frekar hljóðlátur og svarar vel þegar ökumaður beygir og skorar á bílinn að beygja undir álagi. Stýrið sjálft er fremur smátt, sem gerir aksturinn afar skemmtilegan. Enda skilar það snarpari akstri í þeim skilningi að sama hreyfing á stærra stýri skilar minni beygju. Notagildi Bíllinn er smár. Hann er með minni hlaðbökum. Það þýðir að rýmið inn í bílnum er ekki neitt brjálæðislega mikið, en það er nóg. Við reynsluakstur var bakvísandi bílstóll settur í aftursætið fyrir aftan farþegasæti og hann komst vel fyrir. Auðvitað þurfti að færa farþegasætið aðeins framar en ekki nema á miðjan sleðann um það bil. Skottið er frekar lítið eins og bið er að búast á bíl af þessari stærð. Miðað við aðra bíla af sambærilegri stærð er það í takt við það sem gengur og gerist. Innra rými í Peugeot e-208 þar sem töffaraskapurinn drýpur af hverjum takka. Innra rými Töffaraskapur er besta lýsingin á innra rýminu. Stýrið er skemmtilegt í lagi, ekki bara stærðin heldur lögunin. Innréttingin og hnapparnir er töff, takkarnir eru skemmtilega útstæðir og því afar auðvelt að nota og ólíklegt að maður ruglist á tökkum. Afþreyingarkerfið er fínt, það virkar sem slíkt. Hljómgæðin í hátölurunum eru mjög fín. Bíllinn er líka mjög þéttur og virkar gegnheill sem er traustvekjandi og gæðamerki. Þegar hurðum er lokað þá glymur ekki í bílnum eins og oft gerist með bíla í þessum stærðarflokki. Það er einn punktur sem vert er að nefna. Stillingar fyrir hraðastillinguna (e. Cruise control) eru undir stefnuljósastönginni. Það þarf að venjast því og sennilega gerist það að lokum. Peugeot e-208 í hleðslu. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 340 km samkvæmt WLTP staðlunum. Drifrafhlaðan er 50kWh og skilar fínu afli út í framhjólin. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til að draga drægnina í efa. Peugeot segir að bíllinn sé um sjö og hálfa klukkustund að hlaða sig í öflugri heimahleðslustöð. Hann er aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðu í 80% drægni í 100kWh hleðslustöð. Peugeot e-208 með mjúkar línur á hliðunum. Verð og samantekt Peugeot e-208 kostar frá 4.090.000kr. og upp í 4.690.000kr. áður en aukabúnaði er bætt við. Hann kemur með tölvustýrðri miðstöð sem staðalbúnað, sem hentar afar vel á íslenskum vetrarmorgnum og sumarmorgnum ef við erum hreinskilin. Peugeot e-208 er heppilegur kostur fyrir fólk sem vantar snattara og ekkert allt of mikið pláss. Reynsluakstur á Peugeot e-208 skyldi mikið eftir sig, afar góður bíll. Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Bíllinn er smár en knár, hann er ekta snattari og heillaði verulega í reynsluakstrinum. Hann er vel úthugsaður en á sama tíma alls ekki flókinn. Hann er sportlegur og smekklegur á sama tíma og afar þéttur. Framendinn á Peugeot e-208 einkennist af skörpum línum. Útlit Það er grimmilegur svipur á honum, framendinn er reffilegur og skarpur. Hliðar bílsins eru mýkri og blíðari. Línurnar í hliðunum gera það að verkum að bíllinn virkar eins og hann sé á ferðinni, þegar hann stendur kyrr. Svart þakið ásamt svörtum brettum og svartri svuntu á afturenda gera mikið fyrir útlit bílsins að mati blaðamanns. Hann verður sportlegri en ef hann væri einlitur, að því sögðu er svartur e-208 í sýningarsal Brimborgar sem er afskaplega fallegur ásýndar. Peugeot e-208. Aksturseiginleikar Hægt er að segja bílinn í Eco, Normal og Sport akstursstillingar. Í Sport stillingunni er hann 8,1 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Það eru því augljóslega fljótari bílar þarna úti, Tesla Model 3 sem dæmi. Hröðunin sem e-208 býr yfir er mjög góð í þeim skilningi að hún samsvarar sér vel við bílinn. Þegar kemur að akstri er hann þýðir og góður. Frekar hljóðlátur og svarar vel þegar ökumaður beygir og skorar á bílinn að beygja undir álagi. Stýrið sjálft er fremur smátt, sem gerir aksturinn afar skemmtilegan. Enda skilar það snarpari akstri í þeim skilningi að sama hreyfing á stærra stýri skilar minni beygju. Notagildi Bíllinn er smár. Hann er með minni hlaðbökum. Það þýðir að rýmið inn í bílnum er ekki neitt brjálæðislega mikið, en það er nóg. Við reynsluakstur var bakvísandi bílstóll settur í aftursætið fyrir aftan farþegasæti og hann komst vel fyrir. Auðvitað þurfti að færa farþegasætið aðeins framar en ekki nema á miðjan sleðann um það bil. Skottið er frekar lítið eins og bið er að búast á bíl af þessari stærð. Miðað við aðra bíla af sambærilegri stærð er það í takt við það sem gengur og gerist. Innra rými í Peugeot e-208 þar sem töffaraskapurinn drýpur af hverjum takka. Innra rými Töffaraskapur er besta lýsingin á innra rýminu. Stýrið er skemmtilegt í lagi, ekki bara stærðin heldur lögunin. Innréttingin og hnapparnir er töff, takkarnir eru skemmtilega útstæðir og því afar auðvelt að nota og ólíklegt að maður ruglist á tökkum. Afþreyingarkerfið er fínt, það virkar sem slíkt. Hljómgæðin í hátölurunum eru mjög fín. Bíllinn er líka mjög þéttur og virkar gegnheill sem er traustvekjandi og gæðamerki. Þegar hurðum er lokað þá glymur ekki í bílnum eins og oft gerist með bíla í þessum stærðarflokki. Það er einn punktur sem vert er að nefna. Stillingar fyrir hraðastillinguna (e. Cruise control) eru undir stefnuljósastönginni. Það þarf að venjast því og sennilega gerist það að lokum. Peugeot e-208 í hleðslu. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 340 km samkvæmt WLTP staðlunum. Drifrafhlaðan er 50kWh og skilar fínu afli út í framhjólin. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til að draga drægnina í efa. Peugeot segir að bíllinn sé um sjö og hálfa klukkustund að hlaða sig í öflugri heimahleðslustöð. Hann er aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðu í 80% drægni í 100kWh hleðslustöð. Peugeot e-208 með mjúkar línur á hliðunum. Verð og samantekt Peugeot e-208 kostar frá 4.090.000kr. og upp í 4.690.000kr. áður en aukabúnaði er bætt við. Hann kemur með tölvustýrðri miðstöð sem staðalbúnað, sem hentar afar vel á íslenskum vetrarmorgnum og sumarmorgnum ef við erum hreinskilin. Peugeot e-208 er heppilegur kostur fyrir fólk sem vantar snattara og ekkert allt of mikið pláss. Reynsluakstur á Peugeot e-208 skyldi mikið eftir sig, afar góður bíll.
Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent