Tvær myndir stéttabaráttunnar Drífa Snædal skrifar 16. apríl 2021 15:32 „BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Smálán Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun